Ríflega helmingur vill Dag í stól borgarstjóra Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:32 Ríflega helmingur Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík verði næsti borgarstjóri, eða tvöfalt fleiri en ætla að kjósa flokkinn. Þar á eftir kemur oddviti Sjálfstæðismanna en leiðtogi Bjartrar framtíðar nær ekki tveggja stafa tölu í fylgi. Dagur B. Eggertsson nýtur lang mest fylgis og langt umfram fylgi Samfylkingarinnar sem nú mælist 23 prósent. 52,6 prósent nefna hann og eru konur ívið hrifnari að honum en karlar, því 57,6 prósent kvenna vilja Dag sem borgarstjóra en 44,8 prósent karla. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna nýtur næst mest fylgis í borgarstjórastólinn. 19 prósent nefna hann, en Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar er töluvert fyrir neðan þá báða með 7,6 prósenta fylgi. Þar fyrir neðan koma svo Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna, Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata, Óskar Bergsson oddviti Framsóknarmanna og Þorleifur Gunnarsson oddviti Dögunnar rekur lestina með 0,7 prósenta fylgi. En þótt Dagur njóti mest fylgis í embætti borgarstjóra mælist samstarfsflokkurinn Björt framtíð með heldur meira fylgi og Björn Blöndal oddviti hennar hefur lýst yfir áhuga á borgarstjóraembættinu. Dagur segir mikilvægast í hans huga að meirihlutinn haldi og sá friður og stöðugleiki sem ríkt hafi í borginni undanfarin ár haldist áfram. Þegar hann er spurður um skýringuna á því hvers vegna konur virðist hrifnari að honum en karlar í þetta embætti, svarar hann: „Ætli það sé ekki bara gagnkvæmt.“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Ríflega helmingur Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík verði næsti borgarstjóri, eða tvöfalt fleiri en ætla að kjósa flokkinn. Þar á eftir kemur oddviti Sjálfstæðismanna en leiðtogi Bjartrar framtíðar nær ekki tveggja stafa tölu í fylgi. Dagur B. Eggertsson nýtur lang mest fylgis og langt umfram fylgi Samfylkingarinnar sem nú mælist 23 prósent. 52,6 prósent nefna hann og eru konur ívið hrifnari að honum en karlar, því 57,6 prósent kvenna vilja Dag sem borgarstjóra en 44,8 prósent karla. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna nýtur næst mest fylgis í borgarstjórastólinn. 19 prósent nefna hann, en Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar er töluvert fyrir neðan þá báða með 7,6 prósenta fylgi. Þar fyrir neðan koma svo Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna, Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata, Óskar Bergsson oddviti Framsóknarmanna og Þorleifur Gunnarsson oddviti Dögunnar rekur lestina með 0,7 prósenta fylgi. En þótt Dagur njóti mest fylgis í embætti borgarstjóra mælist samstarfsflokkurinn Björt framtíð með heldur meira fylgi og Björn Blöndal oddviti hennar hefur lýst yfir áhuga á borgarstjóraembættinu. Dagur segir mikilvægast í hans huga að meirihlutinn haldi og sá friður og stöðugleiki sem ríkt hafi í borginni undanfarin ár haldist áfram. Þegar hann er spurður um skýringuna á því hvers vegna konur virðist hrifnari að honum en karlar í þetta embætti, svarar hann: „Ætli það sé ekki bara gagnkvæmt.“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira