Landanum blandað í gagnrýni á RÚV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 18:56 Hrafnkell telur Landann ekki hafa náð að fylla í skarðið. Gísli segir Landann í raun ekki hafa átt að gera það. Hrafnkell Lárusson, doktorsnemi í sagnfræði, telur að þjóðmálaþátturinn Landinn hafi ekki fyllt það tómarúm sem svæðisbundnar útvarpssendingar Ríkisútvarpsins skildu eftir sig. „Meðan svæðisútvörpin gátu átt í samtali við samfélagið getur Landinn einungis miðlað af því brotakenndum myndum. Gagnvart Austurlandi sinnir þátturinn einungis mjög takmörkuðu upplýsingahlutverki,“ segir Hrafnkell í grein sem hann ritaði í Austurfrétt í vikunni. Í greininni kynnti Hrafnkell niðurstöður rannsóknar sem hann hefur unnið að undanförnu. Hrafnkell hefur rannasakað svæðisbundna fjölmiðlun frá 1985 til 2010 og helst beint sjónum sínum að fjölmiðlun á Austurlandi. Í framhaldi af rannsókninni kannaði hann áhrif brotthvarfs svæðisútvarpsins á Austurlandi árið 2010 og hvort landshlutanum væri sinnt nógu vel. „Eftir að stjórnendur RÚV ákváðu síðla árs 2009 að leggja niður svæðisbundnar útsendingar starfsstöðva stofnunarinnar á landsbyggðinni (en þær hættu snemma árs 2010) voru kynntar nýjungar í dagskrárgerð sem ætlað var að koma í stað þeirra. Sá dagskrárliður sem mest var haldið á lofti í því efni var frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn, sem hóf göngu sína árið 2010. Hann var kynntur sem hluti af viðleitni RÚV til að bæta þjónustu við landsbyggðina og hefur verið fastur liður á vetrardagskrá Ríkisútvarpsins síðan,“ segir Hrafnkell ennfremur í grein sinni.Er það satt sem þeir segja um Landann?Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, svarar Hrafnkeli. „Í fyrsta lagi fagna ég áhuga á fréttaflutningi af landsbyggðinni, en ég geri athugasemd við að það sé látið líta svo út að Landinn hafi brugðist og uppfylli ekki eitthvað hlutverk sem honum var ætlað. Vissulega er það rétt að Landinn varð til þegar svæðisbundnum útvarpsútsendingum var hætt. En Landanum var aldrei ætlað að koma í stað svæðisútvarpsins,“ segir þáttastjórnandinn í samtali við Vísi „Vissulega átti þátturinn að milda áhrifn af því að svæðisbundnaútvarpið var lagt niður, en hann átti ekki að leysa það af hólmi,“ segir Gísli ennfremur. Gísli telur líka ósanngjarnt að bera saman sjónvarpsþátt á landsvísu og svæðisbundna útvarpsstöð. Hann telur líka mikilvægt að tiltaka að Landinn sé sýndur á landsvísu, en svæðisbundna útvarpið var eingöngu innan tiltekins svæðis. „Mér finnst vanta inn í þessa rannsókn hvernig fréttahlutverkinu hefur verið sinnt á landsvísu, hvernig fréttum af Austurlandi hefur verið miðlað um landið,"“ segir Hrafnkell ennfremur.Þrennskonar hlutverk fjölmiðla Í samtali við Vísi segir Hrafnkell fjölmiðla eiga að sinna þremur megin hlutverkum. „Fjölmiðlar að veita aðhald, dreifa upplýsingum og skapa umræðu. Landanum tekst ekki að gera það, en svæðisútvarpinu tókst það.“ „Ég er ekki að áfellast Landann fyrir það sem hann er. Ég er einfaldlega að benda á að hálftíma vikulegur sjónvarpsþáttur sem fjallar um allt landið getur ekki sinnt þessum hlutverkum,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir fjölmiðla á Austurlandi standa sig vel, en þeir eigi oft erfitt uppdráttar vegna fámennis og takmarkðra tekjumöguleika. Spöruðu 31 milljón Þegar Ríkisútvarpið lagði niður svæðisbundnar útvarpssendingar árið 2010 spöruðust 31 milljón króna. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar frá því ári. „Þetta var áætlaður sparnaður af niðurlagningu útsendinga allra stöðvanna, ekki bara á Austurlandi. Þetta er ekki há upphæð í heildarútgjöldum RÚV. En við þessa ákvörðun varð Austurland fyrir óumdeildri þjónustuskerðingu af hálfu almannaútvarpsins. Framleiðsla sjónvarpsefnis er jafnan umtalsvert dýrari en framleiðsla efnis fyrir útvarp. Því má velta því fyrir sér hvað eftir stendur af sparnaðinum frá 2010 þegar kostnaður við framleiðslu þess sem koma átti í stað svæðisbundnu starfseminnar er reiknaður inn í dæmið,“ segir Hrafnkell í annari grein í Austurfrétt. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Hrafnkell Lárusson, doktorsnemi í sagnfræði, telur að þjóðmálaþátturinn Landinn hafi ekki fyllt það tómarúm sem svæðisbundnar útvarpssendingar Ríkisútvarpsins skildu eftir sig. „Meðan svæðisútvörpin gátu átt í samtali við samfélagið getur Landinn einungis miðlað af því brotakenndum myndum. Gagnvart Austurlandi sinnir þátturinn einungis mjög takmörkuðu upplýsingahlutverki,“ segir Hrafnkell í grein sem hann ritaði í Austurfrétt í vikunni. Í greininni kynnti Hrafnkell niðurstöður rannsóknar sem hann hefur unnið að undanförnu. Hrafnkell hefur rannasakað svæðisbundna fjölmiðlun frá 1985 til 2010 og helst beint sjónum sínum að fjölmiðlun á Austurlandi. Í framhaldi af rannsókninni kannaði hann áhrif brotthvarfs svæðisútvarpsins á Austurlandi árið 2010 og hvort landshlutanum væri sinnt nógu vel. „Eftir að stjórnendur RÚV ákváðu síðla árs 2009 að leggja niður svæðisbundnar útsendingar starfsstöðva stofnunarinnar á landsbyggðinni (en þær hættu snemma árs 2010) voru kynntar nýjungar í dagskrárgerð sem ætlað var að koma í stað þeirra. Sá dagskrárliður sem mest var haldið á lofti í því efni var frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn, sem hóf göngu sína árið 2010. Hann var kynntur sem hluti af viðleitni RÚV til að bæta þjónustu við landsbyggðina og hefur verið fastur liður á vetrardagskrá Ríkisútvarpsins síðan,“ segir Hrafnkell ennfremur í grein sinni.Er það satt sem þeir segja um Landann?Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, svarar Hrafnkeli. „Í fyrsta lagi fagna ég áhuga á fréttaflutningi af landsbyggðinni, en ég geri athugasemd við að það sé látið líta svo út að Landinn hafi brugðist og uppfylli ekki eitthvað hlutverk sem honum var ætlað. Vissulega er það rétt að Landinn varð til þegar svæðisbundnum útvarpsútsendingum var hætt. En Landanum var aldrei ætlað að koma í stað svæðisútvarpsins,“ segir þáttastjórnandinn í samtali við Vísi „Vissulega átti þátturinn að milda áhrifn af því að svæðisbundnaútvarpið var lagt niður, en hann átti ekki að leysa það af hólmi,“ segir Gísli ennfremur. Gísli telur líka ósanngjarnt að bera saman sjónvarpsþátt á landsvísu og svæðisbundna útvarpsstöð. Hann telur líka mikilvægt að tiltaka að Landinn sé sýndur á landsvísu, en svæðisbundna útvarpið var eingöngu innan tiltekins svæðis. „Mér finnst vanta inn í þessa rannsókn hvernig fréttahlutverkinu hefur verið sinnt á landsvísu, hvernig fréttum af Austurlandi hefur verið miðlað um landið,"“ segir Hrafnkell ennfremur.Þrennskonar hlutverk fjölmiðla Í samtali við Vísi segir Hrafnkell fjölmiðla eiga að sinna þremur megin hlutverkum. „Fjölmiðlar að veita aðhald, dreifa upplýsingum og skapa umræðu. Landanum tekst ekki að gera það, en svæðisútvarpinu tókst það.“ „Ég er ekki að áfellast Landann fyrir það sem hann er. Ég er einfaldlega að benda á að hálftíma vikulegur sjónvarpsþáttur sem fjallar um allt landið getur ekki sinnt þessum hlutverkum,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir fjölmiðla á Austurlandi standa sig vel, en þeir eigi oft erfitt uppdráttar vegna fámennis og takmarkðra tekjumöguleika. Spöruðu 31 milljón Þegar Ríkisútvarpið lagði niður svæðisbundnar útvarpssendingar árið 2010 spöruðust 31 milljón króna. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar frá því ári. „Þetta var áætlaður sparnaður af niðurlagningu útsendinga allra stöðvanna, ekki bara á Austurlandi. Þetta er ekki há upphæð í heildarútgjöldum RÚV. En við þessa ákvörðun varð Austurland fyrir óumdeildri þjónustuskerðingu af hálfu almannaútvarpsins. Framleiðsla sjónvarpsefnis er jafnan umtalsvert dýrari en framleiðsla efnis fyrir útvarp. Því má velta því fyrir sér hvað eftir stendur af sparnaðinum frá 2010 þegar kostnaður við framleiðslu þess sem koma átti í stað svæðisbundnu starfseminnar er reiknaður inn í dæmið,“ segir Hrafnkell í annari grein í Austurfrétt.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira