Ferðir hvala skýrast með hjálp Facebook Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Hvern og einn hval má þekkja á bakugga eða öðrum auðkennum, rétt eins og fingraför manna. mynd/www.icelandic-orcas.com Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kolgrafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljósmyndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook-síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrannsóknastofnun við háhyrningarannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrninganna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skoskum fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrninganna innan ársins sé nú staðfestur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrningarnir virðast dvelja yfir veturinn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru myndir frá Vestmannaeyjum, Breiðafirði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsóknir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com.Gísli Víkingsson hvalafræðingur.Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg HafróGísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrningakatalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira