Innlent

Björgunarlið á Leggjabrjót til aðstoðar manni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Björgunarfélag Akraness var kallað úr um hádegisbil vegna manns sem hafði slasast á gönguleiðinni Leggjabrjóti innst í Botnsdal í Hvalfirði.
Björgunarfélag Akraness var kallað úr um hádegisbil vegna manns sem hafði slasast á gönguleiðinni Leggjabrjóti innst í Botnsdal í Hvalfirði. Vísir
Björgunarfélag Akraness var kallað úr um hádegisbil vegna manns sem hafði slasast á gönguleiðinni Leggjabrjóti innst í Botnsdal í Hvalfirði.

Maðurinn rann til í hálku ekki langt frá fossinum Glym. Hann treysti sér ekki til að ganga sjálfur niður að bíl. Björgunarsveit Hafnarfjarðar var ekki langt frá þegar slysið var og fór hún einnig á staðinn.

Björgunarfólk hefur búið að meiðslum mannsins og kemur til með að fylgja honum niður í sjúkrabíl sem bíður á bílastæðinu í Botnsdal.

Ekki er vitað hver meiðsli mannsins eru nákvæmlega en þó er ekki talið að þau séu mjög alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×