Erlent

Páfinn biðst fyrirgefningar á barnaníði presta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frans Páfi.
Frans Páfi. vísir/afp
Frans Páfi baðst fyrirgefningar í morgun fyrir hönd rómversk-kaþólsku kirkjunnar á barnaníði presta og þeim þjáningum sem það hefur valdið. BBC greinir frá.

Útvarp Páfagarðsins hafði eftir páfanum að hann teldi sig tilneyttan til að biðjast fyrirgefningar á þeim skaða sem börnin hefðu orðið fyrir af hálfu einstakra presta. Þá sagði hann að kirkjan myndi taka á málinu og að viðurlögum yrði beitt.

Páfinn skipaði nefnd á síðasta ári sem ætlað er að skipuleggja aðstoð fyrir fórnarlömb sem verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu presta.

Kirkjan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á málum og hylma yfir með mönnunum. Þúsundir mála hafa verið upplýst þar sem prestar hafa gerst sekir um kynferðisofbeldi gegn börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×