Innlent

Vilhjálmur fellur frá málsókn á hendur Bergi Ebba

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Málinu er lokið af hálfu Vilhjálms.
Málinu er lokið af hálfu Vilhjálms. vísir/valli
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur fallið frá málsókn á hendur grínistanum Bergi Ebba Benediktssonar vegna meintra ærumeiðandi ummæla sem greint var frá í vikunni.

Sagði Vilhjálmur ummæli Bergs Ebba um náttföt Vilhjálms og vekjaraklukku „óviðurkvæmileg og smekklaus“, og til þess fallin að sverta mannorð sitt.

Bréf Vilhjálms til lögmanns Bergs Ebba.
Í bréfi sem stílað er á Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmann Bergs Ebba, biður Vilhjálmur hluthafa raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen afsökunar, en hann rekur gengislækkun hlutabréfa í fyrirtækinu til orða sinna um að um að vörur þess séu „danskt drasl“.

Jafnframt segir Vilhjálmur óvíst að hann eigi afturkvæmt í svefnherbergi sitt fallist hann á kröfu Bergs Ebba um fullan og ótakmarkaðan aðgang að því.

„Þar sem unnusta mín er að mínu mati full spennt fyrir ofangreindu skilyrði umbjóðanda þíns þá hef ég ákveðið að láta kyrrt liggja,“ segir Vilhjálmur í bréfinu en með því að falla frá málsókninni segist hann telja sig vera að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×