Rússar verja hagsmuni sína ef í hart fer Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Staðan í deilu Rússa við Úkraínumenn og vesturveldin er afleiðing af því hvernig kalda stríðinu lauk, að mati prófessors við Bifröst. Hann býst ekki við stríði en segir þó að Rússar muni verja hagsmuni sína ef í hart fari. Talið er að vel búið 40 þúsund manna herlið Rússa sé nú við landamæri Úkraínu í austri. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, segir Rússa reyna að tryggja sér hagstæða þróun mála í Úkraínu en býst síður við stríði. „Maður sér að innanlandsumræðan í Rússlandi er miklu krítískari á það sem er að gerast núna varðandi Úkraínu en hún var í sambandi við Krím,“ segir hann. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafa skorað á Rússa að kalla herliðið frá Úkraínu en sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins telja hægt að beita því með um tólf stunda fyrirvara. Atlantshafsbandalagið birti gervihnattamyndir af herliðinu í gær en Rússar hafa í dag ýmist sagt myndirnar gamlar eða haldið því fram að aðeins sé um reglubundna flutninga herliðs að ræða. Rússar hafa þegar verið beittir refsiaðgerðum en Jón segir Rússa ekki ætla að gefa eftir ítök sín í Úkraínu; þeir muni verja þá ef í hart fari. „En ég myndi samt halda að þetta yrði frekar þessi diplómatíski slagur fram og til baka,“ segir Jón. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn hafa dregið að greiða fyrir kaup á rússnesku gasi og er óttast að spennan leiði til skorts á gasi í Evrópu, þar sem margar gasleiðslur Rússa liggja í gegnum Úkraínu. Úkraínumenn hafa því leitað til Frakka og Þjóðverja til að fá gas með aðstoð Bandaríkjamanna, sem segja Rússa nota gasið sem þvingunartæki. Jón segir stöðuna afleiðingu af því hvernig kalda stríðinu lauk. „Og við sjáum núna á því hvernig Rússar haga sínum málflutningi að margt af því sem er að koma upp á yfirborðið stafar af djúpstæðri óánægju ríkjandi afla í Rússlandi með það hvernig heiminum var skipt upp eftir kalda stríðið.“ Tengdar fréttir NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 "Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið" Slagsmál brutust út á úkraínska þinginu í dag í umræðum um átökin í landinu. Norðurlandaráð, sem nú fundar á Íslandi, fordæmir framferði Rússa. 8. apríl 2014 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Staðan í deilu Rússa við Úkraínumenn og vesturveldin er afleiðing af því hvernig kalda stríðinu lauk, að mati prófessors við Bifröst. Hann býst ekki við stríði en segir þó að Rússar muni verja hagsmuni sína ef í hart fari. Talið er að vel búið 40 þúsund manna herlið Rússa sé nú við landamæri Úkraínu í austri. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, segir Rússa reyna að tryggja sér hagstæða þróun mála í Úkraínu en býst síður við stríði. „Maður sér að innanlandsumræðan í Rússlandi er miklu krítískari á það sem er að gerast núna varðandi Úkraínu en hún var í sambandi við Krím,“ segir hann. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafa skorað á Rússa að kalla herliðið frá Úkraínu en sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins telja hægt að beita því með um tólf stunda fyrirvara. Atlantshafsbandalagið birti gervihnattamyndir af herliðinu í gær en Rússar hafa í dag ýmist sagt myndirnar gamlar eða haldið því fram að aðeins sé um reglubundna flutninga herliðs að ræða. Rússar hafa þegar verið beittir refsiaðgerðum en Jón segir Rússa ekki ætla að gefa eftir ítök sín í Úkraínu; þeir muni verja þá ef í hart fari. „En ég myndi samt halda að þetta yrði frekar þessi diplómatíski slagur fram og til baka,“ segir Jón. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn hafa dregið að greiða fyrir kaup á rússnesku gasi og er óttast að spennan leiði til skorts á gasi í Evrópu, þar sem margar gasleiðslur Rússa liggja í gegnum Úkraínu. Úkraínumenn hafa því leitað til Frakka og Þjóðverja til að fá gas með aðstoð Bandaríkjamanna, sem segja Rússa nota gasið sem þvingunartæki. Jón segir stöðuna afleiðingu af því hvernig kalda stríðinu lauk. „Og við sjáum núna á því hvernig Rússar haga sínum málflutningi að margt af því sem er að koma upp á yfirborðið stafar af djúpstæðri óánægju ríkjandi afla í Rússlandi með það hvernig heiminum var skipt upp eftir kalda stríðið.“
Tengdar fréttir NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 "Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið" Slagsmál brutust út á úkraínska þinginu í dag í umræðum um átökin í landinu. Norðurlandaráð, sem nú fundar á Íslandi, fordæmir framferði Rússa. 8. apríl 2014 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
"Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið" Slagsmál brutust út á úkraínska þinginu í dag í umræðum um átökin í landinu. Norðurlandaráð, sem nú fundar á Íslandi, fordæmir framferði Rússa. 8. apríl 2014 20:00