Makríllöndin fóru fram úr sér Snærós Sindradóttir skrifar 25. mars 2014 06:30 Torbjörn Trondsen prófessor hefur þróað nýtt kvótakerfi sem byggir á auknum ríkisafskiptum. VÍSIR/Daníel Torbjörn Trondsen, norskur prófessor í sjávarútvegsfræðum, er staddur hér á landi til að kynna fyrir Íslendingum hugmyndir sínar um nýtt kerfi á úthlutun aflaheimilda. Hann hefur rannsakað sjávarútvegskerfi víða um heim og veitti meðal annars sérfræðiálit í kvótadeilunni í Síle árið 2010. Trondsen segir að sjálfbærar fiskveiðar séu lykilatriði á bak við skynsamlega útdeilingu kvóta. Þau lönd sem sömdu í makríldeilunni hafi farið fram úr sér. „Löndin sem sömdu hefðu ekki átt að fara svo langt en sagan er full af svoleiðis dæmum og fólk verður að læra af reynslunni. Stofninn fer niður við ofveiði og verð á vörunni lækkar þegar svo mikið af fiski er á markaðnum. Þetta skapar óheilbrigðar kúrfur í hagkerfinu þegar stofninn fellur aftur.“Alþjóðlegt uppboð á kvótaKerfi Trondsens byggist á alþjóðlegu uppboði fiskkvóta. „Ef ákveðin lönd eru búin að semja um kvótahlutdeild sín á milli getur farið fram alþjóðlegt uppboð frá öllum löndum á þeim kvóta sem í boði er. Meginmarkmiðið væri að ágóði sölunnar færi til landanna í sama hlutfalli og samið var um." „Hugmyndin er að þegar þú deilir út kvóta geti fyrirtæki frá öllum löndum fengið kvóta og megi þá fara um allt svæðið til að veiða.“Ákveðnir ókostir við uppboð"Hefðbundið kvótauppboð hefur mistekist í mörgum löndum. Ástæðan er að útgerðirnar hafa samráð sín á milli. Þessvegna þarf strangt regluverk til að koma í veg misnotkun á markaðnum." Hann segir að ríkið verði að smíða strangan ramma utan um kvótauppboð. Annað vandamál við uppboð sé sá möguleiki að stóru fyrirtækin taki yfir allan markaðinn. "Kerfið sem hugmyndir mínar byggja á miða við að þú borgir ekki fyrirfram heldur borgir miðað við veiðireynslu. Á þann veg getum við opnað markaðinn fyrir minni fyrirtæki."Trondsen heldur erindi sitt í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 11.15 í dag. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Torbjörn Trondsen, norskur prófessor í sjávarútvegsfræðum, er staddur hér á landi til að kynna fyrir Íslendingum hugmyndir sínar um nýtt kerfi á úthlutun aflaheimilda. Hann hefur rannsakað sjávarútvegskerfi víða um heim og veitti meðal annars sérfræðiálit í kvótadeilunni í Síle árið 2010. Trondsen segir að sjálfbærar fiskveiðar séu lykilatriði á bak við skynsamlega útdeilingu kvóta. Þau lönd sem sömdu í makríldeilunni hafi farið fram úr sér. „Löndin sem sömdu hefðu ekki átt að fara svo langt en sagan er full af svoleiðis dæmum og fólk verður að læra af reynslunni. Stofninn fer niður við ofveiði og verð á vörunni lækkar þegar svo mikið af fiski er á markaðnum. Þetta skapar óheilbrigðar kúrfur í hagkerfinu þegar stofninn fellur aftur.“Alþjóðlegt uppboð á kvótaKerfi Trondsens byggist á alþjóðlegu uppboði fiskkvóta. „Ef ákveðin lönd eru búin að semja um kvótahlutdeild sín á milli getur farið fram alþjóðlegt uppboð frá öllum löndum á þeim kvóta sem í boði er. Meginmarkmiðið væri að ágóði sölunnar færi til landanna í sama hlutfalli og samið var um." „Hugmyndin er að þegar þú deilir út kvóta geti fyrirtæki frá öllum löndum fengið kvóta og megi þá fara um allt svæðið til að veiða.“Ákveðnir ókostir við uppboð"Hefðbundið kvótauppboð hefur mistekist í mörgum löndum. Ástæðan er að útgerðirnar hafa samráð sín á milli. Þessvegna þarf strangt regluverk til að koma í veg misnotkun á markaðnum." Hann segir að ríkið verði að smíða strangan ramma utan um kvótauppboð. Annað vandamál við uppboð sé sá möguleiki að stóru fyrirtækin taki yfir allan markaðinn. "Kerfið sem hugmyndir mínar byggja á miða við að þú borgir ekki fyrirfram heldur borgir miðað við veiðireynslu. Á þann veg getum við opnað markaðinn fyrir minni fyrirtæki."Trondsen heldur erindi sitt í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 11.15 í dag.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira