Makríllöndin fóru fram úr sér Snærós Sindradóttir skrifar 25. mars 2014 06:30 Torbjörn Trondsen prófessor hefur þróað nýtt kvótakerfi sem byggir á auknum ríkisafskiptum. VÍSIR/Daníel Torbjörn Trondsen, norskur prófessor í sjávarútvegsfræðum, er staddur hér á landi til að kynna fyrir Íslendingum hugmyndir sínar um nýtt kerfi á úthlutun aflaheimilda. Hann hefur rannsakað sjávarútvegskerfi víða um heim og veitti meðal annars sérfræðiálit í kvótadeilunni í Síle árið 2010. Trondsen segir að sjálfbærar fiskveiðar séu lykilatriði á bak við skynsamlega útdeilingu kvóta. Þau lönd sem sömdu í makríldeilunni hafi farið fram úr sér. „Löndin sem sömdu hefðu ekki átt að fara svo langt en sagan er full af svoleiðis dæmum og fólk verður að læra af reynslunni. Stofninn fer niður við ofveiði og verð á vörunni lækkar þegar svo mikið af fiski er á markaðnum. Þetta skapar óheilbrigðar kúrfur í hagkerfinu þegar stofninn fellur aftur.“Alþjóðlegt uppboð á kvótaKerfi Trondsens byggist á alþjóðlegu uppboði fiskkvóta. „Ef ákveðin lönd eru búin að semja um kvótahlutdeild sín á milli getur farið fram alþjóðlegt uppboð frá öllum löndum á þeim kvóta sem í boði er. Meginmarkmiðið væri að ágóði sölunnar færi til landanna í sama hlutfalli og samið var um." „Hugmyndin er að þegar þú deilir út kvóta geti fyrirtæki frá öllum löndum fengið kvóta og megi þá fara um allt svæðið til að veiða.“Ákveðnir ókostir við uppboð"Hefðbundið kvótauppboð hefur mistekist í mörgum löndum. Ástæðan er að útgerðirnar hafa samráð sín á milli. Þessvegna þarf strangt regluverk til að koma í veg misnotkun á markaðnum." Hann segir að ríkið verði að smíða strangan ramma utan um kvótauppboð. Annað vandamál við uppboð sé sá möguleiki að stóru fyrirtækin taki yfir allan markaðinn. "Kerfið sem hugmyndir mínar byggja á miða við að þú borgir ekki fyrirfram heldur borgir miðað við veiðireynslu. Á þann veg getum við opnað markaðinn fyrir minni fyrirtæki."Trondsen heldur erindi sitt í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 11.15 í dag. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Torbjörn Trondsen, norskur prófessor í sjávarútvegsfræðum, er staddur hér á landi til að kynna fyrir Íslendingum hugmyndir sínar um nýtt kerfi á úthlutun aflaheimilda. Hann hefur rannsakað sjávarútvegskerfi víða um heim og veitti meðal annars sérfræðiálit í kvótadeilunni í Síle árið 2010. Trondsen segir að sjálfbærar fiskveiðar séu lykilatriði á bak við skynsamlega útdeilingu kvóta. Þau lönd sem sömdu í makríldeilunni hafi farið fram úr sér. „Löndin sem sömdu hefðu ekki átt að fara svo langt en sagan er full af svoleiðis dæmum og fólk verður að læra af reynslunni. Stofninn fer niður við ofveiði og verð á vörunni lækkar þegar svo mikið af fiski er á markaðnum. Þetta skapar óheilbrigðar kúrfur í hagkerfinu þegar stofninn fellur aftur.“Alþjóðlegt uppboð á kvótaKerfi Trondsens byggist á alþjóðlegu uppboði fiskkvóta. „Ef ákveðin lönd eru búin að semja um kvótahlutdeild sín á milli getur farið fram alþjóðlegt uppboð frá öllum löndum á þeim kvóta sem í boði er. Meginmarkmiðið væri að ágóði sölunnar færi til landanna í sama hlutfalli og samið var um." „Hugmyndin er að þegar þú deilir út kvóta geti fyrirtæki frá öllum löndum fengið kvóta og megi þá fara um allt svæðið til að veiða.“Ákveðnir ókostir við uppboð"Hefðbundið kvótauppboð hefur mistekist í mörgum löndum. Ástæðan er að útgerðirnar hafa samráð sín á milli. Þessvegna þarf strangt regluverk til að koma í veg misnotkun á markaðnum." Hann segir að ríkið verði að smíða strangan ramma utan um kvótauppboð. Annað vandamál við uppboð sé sá möguleiki að stóru fyrirtækin taki yfir allan markaðinn. "Kerfið sem hugmyndir mínar byggja á miða við að þú borgir ekki fyrirfram heldur borgir miðað við veiðireynslu. Á þann veg getum við opnað markaðinn fyrir minni fyrirtæki."Trondsen heldur erindi sitt í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 11.15 í dag.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira