Ætlar að nýta tækifærin í hestamennskunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 10:00 Í stórhýsi „Það er mikil þörf fyrir þetta hús. Við munum hafa það í notkun, líklega öllum stundum.“ segir Sigurlaug Anna, framkvæmdastjóri Spretts. Fréttablaðið/GVA „Það er mikil þörf fyrir þetta hús. Við munum hafa það í notkun, líklega öllum stundum því hestamennskan er vaxandi og allt sem að henni lýtur, keppni, þjálfun, kennsla og tamningar,“ segir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Spretts og stærstu reiðhallar landsins sem opnuð verður á Kjóavöllum í dag. Kjóavellir eru á bæjarmörkum Garðabæjar og Kópavogs með hesthúsahverfin Heimsenda á aðra hönd og svæði hins gamla Andvara á hina. Hestamannafélagið Sprettur varð til þegar hestamannafélögin Andvari í Garðabæ og Gustur í Kópavogi sameinuðust. „Auðvitað var áskorun að sameina tvö öflug félög en það gengur ljómandi vel,“ segir Sigurlaug Anna. Að sjálfsögðu þykir öllum vænt um gamla félagið sitt og við verðum að leyfa þeim minningum að lifa en nú ætlum við að sameinast um að vera Sprettarar,“ segir hún. Sjálf er Sigurlaug Anna í hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði en þegar auglýst var eftir framkvæmdastjóra hjá Spretti sótti hún um og fékk starfið.En með hverjum ætlar hún að halda þegar kappreiðar hefjast? „Nú heitir ekkert Gustari eða Andvari, bara Sprettari og ég ætla að vera Sprettari. Svo á ég dóttur í Sörla og held með mínu barni. En hvorki ég né hún erum keppnisknapar.“ Sprettur er næststærsta hestamannafélag landsins, kemur næst á eftir Fáki og er með tæplega þúsund félagsmenn. Reiðhöllin er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og Sigurlaug Anna segir hægt að skipta henni í þrennt. „Hér mun öllum aldurshópum verða kennd reiðmennska á ýmsum stigum og tamningamenn nota höllina fyrir sína vinnu. Aðaltímabil hestamennskunnar í þjálfun og reiðmennsku er frá jólum til vors, en á sumrin eru reiðskólar, ferðamennska og hestaleiga á svæðinu,“ segir Sigurlaug Anna sem er ákveðin í að reka mannvirkin sem búið er að byggja upp á Kjóavöllum. „Ég ætla að hafa hér líf og fjör,“ lofar hún, „og nýta tækifærin sem eru svo sannarlega til staðar í hestamennskunni.“ Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Það er mikil þörf fyrir þetta hús. Við munum hafa það í notkun, líklega öllum stundum því hestamennskan er vaxandi og allt sem að henni lýtur, keppni, þjálfun, kennsla og tamningar,“ segir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Spretts og stærstu reiðhallar landsins sem opnuð verður á Kjóavöllum í dag. Kjóavellir eru á bæjarmörkum Garðabæjar og Kópavogs með hesthúsahverfin Heimsenda á aðra hönd og svæði hins gamla Andvara á hina. Hestamannafélagið Sprettur varð til þegar hestamannafélögin Andvari í Garðabæ og Gustur í Kópavogi sameinuðust. „Auðvitað var áskorun að sameina tvö öflug félög en það gengur ljómandi vel,“ segir Sigurlaug Anna. Að sjálfsögðu þykir öllum vænt um gamla félagið sitt og við verðum að leyfa þeim minningum að lifa en nú ætlum við að sameinast um að vera Sprettarar,“ segir hún. Sjálf er Sigurlaug Anna í hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði en þegar auglýst var eftir framkvæmdastjóra hjá Spretti sótti hún um og fékk starfið.En með hverjum ætlar hún að halda þegar kappreiðar hefjast? „Nú heitir ekkert Gustari eða Andvari, bara Sprettari og ég ætla að vera Sprettari. Svo á ég dóttur í Sörla og held með mínu barni. En hvorki ég né hún erum keppnisknapar.“ Sprettur er næststærsta hestamannafélag landsins, kemur næst á eftir Fáki og er með tæplega þúsund félagsmenn. Reiðhöllin er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og Sigurlaug Anna segir hægt að skipta henni í þrennt. „Hér mun öllum aldurshópum verða kennd reiðmennska á ýmsum stigum og tamningamenn nota höllina fyrir sína vinnu. Aðaltímabil hestamennskunnar í þjálfun og reiðmennsku er frá jólum til vors, en á sumrin eru reiðskólar, ferðamennska og hestaleiga á svæðinu,“ segir Sigurlaug Anna sem er ákveðin í að reka mannvirkin sem búið er að byggja upp á Kjóavöllum. „Ég ætla að hafa hér líf og fjör,“ lofar hún, „og nýta tækifærin sem eru svo sannarlega til staðar í hestamennskunni.“
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira