Enski boltinn

Manchester City rústaði Leeds

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/AFP
Manchester City vann auðveldan sigur, 4-0,  á Leeds í enska bikarnum á Etihad-vellinum í Manchester.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik þegar Yaya Touré skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning hjá Carlos Tevez.

Tíu mínútum síðar skoraði Sergio Agüero mark úr vítaspyrnu. Carlos Tévez skoraði síðan þriðja mark City í upphafi síðari hálfleiks og Sergio Agüero skoraði síðan fjórða mark heimamanna korteri fyrir leikslok.

Manchester City flaug því áfram í 8-liða úrslita bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×