Enski boltinn

Chelsea rúllaði yfir Brentford

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/AFP
Chelsea var ekki í neinum vandræðum með Brentford í fjórðu umferð enska bikarsins en liðið bar sigur úr býtum 4-0 á Stamford Bridge.

Staðan var 0-0 í hálfleik og Chelsea var í stökkustu vandræðum með að skapa sér færi.

Þegar komið var út í þann síðari var aðeins eitt lið á vellinum og þeir bláklæddu gengu frá Brentford. Juan Mata gerði fyrsta mark leiksins á 54. mínútu leiksins.

Oscar skoraði síðan annað mark leiksins á 68. mínútu og aðeins þrem mínútum síðar skoraði Frank Lampard þriðja mark Chelsea.

John Terry skallaði síðan boltann í netið tíu mínútum fyrir leikslok og staðan orðin 4-0. Chelsea er því komið áfram í fimmtu umferð bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×