Enski boltinn

Aguero: Við höfum ekki gefist upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sergio Aguero í leik með City fyrr í dag.
Sergio Aguero í leik með City fyrr í dag. Getty Images
Sergio Aguero, leikmaður Manchester City hefur ekki gefið upp alla von á því að verja enska meistaratitilinn en Manchester City er nú 12 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester United.

Manchester City hefur ekki leikið vel að undanförnu og aðeins ná í eitt stig af níu mögulegum úr síðustu þremur leikjum liðsins.

„Við börðumst alveg til enda á síðasta tímabili og enduðum sem enskir meistarar, það munum við einnig gera á þessu tímabili og þetta er langt frá því að vera búið."

„Það er allt hægt í fótbolta og við getum enn náð toppsætinu. Við eigum ennþá eftir að sýna okkar rétta andlit og það mun koma í næstu leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×