Enski boltinn

Benitez: Vissum að tækifærin myndu koma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum sáttur með sína menn eftir sigurinn geng Brentford í fimmtu umferð enska bikarsins í dag.

Chelsea vann leikinn 4-0 eftir að staðan hafði verið 0-0 í hálfleik.

„Í fyrri hálfleiknum voru leikmenn Brentford virkilega duglegir og létu okkur heldur betur hafa fyrir hlutunum."

„Við vissum aftur á móti að ef tempóið yrði áfram svona mikið ættum við eftir að fá tækifæri í síðari hálfleiknum, það var bara spurning að nýta þau."

„Liðinu gengur vel þessa stundina og og Frank Lampard er að spila sérstaklega vel fyrir Chelsea þessa daganna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×