Fótbolti

Katrín Ómarsdóttir til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katrín í leik með íslenska landsliðinu.
Katrín í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel
Katrín Ómarsdóttir er gengin til lið við Liverpool á Englandi en það kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Þangað kemur hún frá Kristianstad í Svíþjóð.

Liverpool leikur í efstu deild í Englandi en liðið hafnaði í áttunda og neðsta sæti deildarinnar á síðasta tímabili, með aðeins fimm stig úr fjórtán leikjum.

Nýtt tímabil hefst með vorinu en spilað er yfir sumartímann í Englandi.

„Ég er hæstánægður með að Katrín hafi ákveðið að semja við Liverpool Ladies," sagði Matt Beard, þjálfari liðsins. „Hún er duglegur leikmaður, skapandi miðjumaður sem skorar mörk og gefur góðar sendingar. Hún getur líka spilað hægra megin sem gefur okkur meiri sveigjanleika og breidd."

Katrín er 25 ára og hefur verið fastamaður í landsliði Íslands síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×