Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri Valur Grettisson skrifar 4. október 2013 07:00 Whole Foods Market Bandaríska heilsukeðjan er gríðarlega stór. „Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
„Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira