Te'o ekki valinn í fyrstu umferðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 09:44 Mynd/AP Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira