Fótbolti

Vålerenga leikur æfingaleiki við Barcelona og Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi spilar í Ósló í sumar.
Þessi spilar í Ósló í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Norska liðið Vålerenga fagnar aldarafmæli í ár og mun halda upp á það með pompi og prakt.

Í dag var tilkynnt að félagið fengi Barcelona í heimsókn þann 27. júlí, aðeins tveimur dögum fyrir aldarafmælið.

Þá greindu norskir fjölmiðlar einnig frá því að Liverpool muni koma til Noregs og spila æfingaleik við liðið þann 7. ágúst.

Óhætt er að segja að stuðningsmenn liðsins hafi duttið í lukkupottinn enda ekki á hverjum degi sem þeir fá tækifæri til að sjá Lionel Messi og Steven Gerrard spila með eigin augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×