Innlent

Réðust á dyravörð eftir að hann neitaði þeim um inngöngu

Nokkuð erilsamt var hjá lögreglu í nótt.
Nokkuð erilsamt var hjá lögreglu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu ellefu fangageymslur. Í Hafnarfirði var manneskja handtekin grunuð um líkamsárás en hún á að hafa veitt leigubílstjóra áverka. Þá voru tveir handteknir í miðborginni vegna líkamsárásar en þeir réðust á dyravörð á veitingastað eftir að hann neitaði þeim um inngöngu. Dyravörðurinn leitaði á slysadeild eftir árásina með áverka í andliti.

Ölvuð manneskja ruddist inn á heimili í Breiðholti og rótaði þar í húsmunum. Húsráðendur voru heima og kölluðu á lögregluna. Fimm voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Á Akureyri voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í morgunsárið og þar gisti einn fangageymslur í nótt.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti þrjátíu sjúkraflutningum í nótt og einum minniháttar olíuleka í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×