Óvissa með framtíð Goðafoss Freyr Bjarnason skrifar 19. júní 2013 10:00 Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar ofurgrúppunnar goðafoss verða haldnir. mynd/alma geirdal Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar nýstofnuðu ofurgrúppunnar Goðafoss verða eftir að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll var aflýst á dögunum. Goðafoss, sem er skipuð fyrrum meðlimum Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican, átti að hita upp fyrir rokkhundana í Deep Purple 12. júlí en ekkert verður af því. „Þetta er svekkjandi fyrir okkur að því leytinu að við fengum geysimikil viðbrögð við okkar áformum um að spila þarna og koma saman. En það þýðir ekkert að við séum hættir með hugmyndina. Þessu verður haldið á lágstraumi þangað til við finnum rétta tækifærið,“ segir forsprakkinn Magnús Kjartansson aðspurður. „Það er ekki á allt kosið. Það stutt síðan Deep Purple kom síðast til Íslands og kannski voru þeir búnir að yfirkeyra þennan markað.“ Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti einnig að hita upp fyrir Deep Purple. Hann hlakkaði sömuleiðis mikið til tónleikanna, enda hefur hann starfrækt Deep Purple-heiðurshljómsveit, auk þess sem hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna með því að syngja lag Deep Purple, Perfect Strangers. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar nýstofnuðu ofurgrúppunnar Goðafoss verða eftir að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll var aflýst á dögunum. Goðafoss, sem er skipuð fyrrum meðlimum Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican, átti að hita upp fyrir rokkhundana í Deep Purple 12. júlí en ekkert verður af því. „Þetta er svekkjandi fyrir okkur að því leytinu að við fengum geysimikil viðbrögð við okkar áformum um að spila þarna og koma saman. En það þýðir ekkert að við séum hættir með hugmyndina. Þessu verður haldið á lágstraumi þangað til við finnum rétta tækifærið,“ segir forsprakkinn Magnús Kjartansson aðspurður. „Það er ekki á allt kosið. Það stutt síðan Deep Purple kom síðast til Íslands og kannski voru þeir búnir að yfirkeyra þennan markað.“ Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti einnig að hita upp fyrir Deep Purple. Hann hlakkaði sömuleiðis mikið til tónleikanna, enda hefur hann starfrækt Deep Purple-heiðurshljómsveit, auk þess sem hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna með því að syngja lag Deep Purple, Perfect Strangers.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira