Íslenski boltinn

Zoran rekinn frá Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Zoran Daníel Ljubicic hefur verið rekinn sem þjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla, en Keflvíkingar sendu frá sér tilkynningu þess efnis í morgun.

Zoran er þriðji þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hættir á miðju tímabili. Hinir eru Þorvaldur Örlygsson hjá Fram og Þórður Þórðarson hjá ÍA.

Fram kemur í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að slíta samstarfinu þar sem að árangur Keflavíkur í ár hafi ekki staðist væntingar. Keflavík er í níunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sjö leiki.

Tilkynningin var birt á vef Víkurfrétta:

„Knattspyrnudeild Keflavíkur og Zoran Daníel Ljubicic hafa komist að samkomulagi um að Zoran stígi frá sem aðalþjálfari Keflavíkur.

Zoran tók við liðinu haustið 2011 og stýrði liðinu í 9 sæti árð 2012, árangurinn í ár hefur ekki staðist væntingar og þess vegna er farið í þessa erfiðu ákvörðun að slíta samstarfinu.  

Zoran er gegnheill Keflvíkingur og hefur hann lagt mikla vinnu á sig fyrir félagið,  en hann hefur þjálfað alla flokka hjá Keflavíkur.

Knattspyrnudeildin vill þakka honum fyrir hans störf með mfl karla undanfarin tvö ár og óskar honum velgengis á komandi árum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×