Efla menntun í Síerra Leóne Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2013 19:10 Fjárframlög frá Íslandi hafa stórbreytt landslaginu í menntamálum í Síerra Leóne, einu fátækasta ríki heims. En á síðustu fjórum árum hafa 340 milljónir komið í gegnum UNICEF á Íslandi til uppbyggingar í landinu. Hæsta framlagið á Aurora velgerðarsjóður, eða 211 milljónir króna. Það er stærsta framlag einkaaðila til þróunarsamvinnu sem veitt hefur verið á Íslandi og meðal stærri framlaga af þessum toga sem veitt hefur verið til UNICEF í Evrópu. Þá hafa stofnendur sjóðsins fjármagnað byggingar 48 skóla vítt og breitt um Síerra Leóne. Einnig lagði UNICEF á Íslandi 90 milljónir króna til uppbyggingar í landinu. „Yfirmaður UNICEF á staðnum segir að þetta framlag og þetta verkefni sem hefur verið í gangi síðan 2008 það hafi breytt landslaginu og það er ótrúlega dýrmætt," segir Svanhildur Konráðsdóttir formaður stjórnar UNICEF. Starfið hefur að mestu farið fram í Kónó-héraði sem varð einna verst úti í stríðinu. Skólar hafa verið byggðir fyrir peningana, nauðsynleg námsgögn verið útveguð og kennarar fengið þjálfun.„Staðreyndin er sú að í þessu héraði þar sem við höfum verið að vinna með Auroru þá hefur skólasóknin aukist um 10%, þannig að hún er komin hátt yfir landsmeðaltalið." Þá hefur Aurora velgerðarsjóður fjármagnað svokallaða mæðraklúbba sem veita skólunum á staðnum aðhald og stuðning. Hátt í þrjúhundruð mæðraklúbbum hefur verið komið á fót í Kónó-héraði og hafa þeir reynst áhrifaríkir við að stuðla að valdaeflingu kvenna. Svanhildur er nýkomin frá Síerra Leóne og kynnti sér meðal annars starf klúbbana. „Í mínum huga er það eitt það magnaðast í þessu þar sem kraftur kvenna í samfélaginu er virkjaður. Konurnar eru ekki bara að hugsa um eigin börn heldur öll börnin í samfélaginu, að koma þeim í skóla. Við hittum fræðsluyfirvöld og sáum algjörlega svart á hvítu hvað þetta hefur skipt miklu máli, hvað valdeflingin er mikil og skilningur á mannréttindum barna er orðinn miklu meiri heldur en var," segir Svanhildur. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Fjárframlög frá Íslandi hafa stórbreytt landslaginu í menntamálum í Síerra Leóne, einu fátækasta ríki heims. En á síðustu fjórum árum hafa 340 milljónir komið í gegnum UNICEF á Íslandi til uppbyggingar í landinu. Hæsta framlagið á Aurora velgerðarsjóður, eða 211 milljónir króna. Það er stærsta framlag einkaaðila til þróunarsamvinnu sem veitt hefur verið á Íslandi og meðal stærri framlaga af þessum toga sem veitt hefur verið til UNICEF í Evrópu. Þá hafa stofnendur sjóðsins fjármagnað byggingar 48 skóla vítt og breitt um Síerra Leóne. Einnig lagði UNICEF á Íslandi 90 milljónir króna til uppbyggingar í landinu. „Yfirmaður UNICEF á staðnum segir að þetta framlag og þetta verkefni sem hefur verið í gangi síðan 2008 það hafi breytt landslaginu og það er ótrúlega dýrmætt," segir Svanhildur Konráðsdóttir formaður stjórnar UNICEF. Starfið hefur að mestu farið fram í Kónó-héraði sem varð einna verst úti í stríðinu. Skólar hafa verið byggðir fyrir peningana, nauðsynleg námsgögn verið útveguð og kennarar fengið þjálfun.„Staðreyndin er sú að í þessu héraði þar sem við höfum verið að vinna með Auroru þá hefur skólasóknin aukist um 10%, þannig að hún er komin hátt yfir landsmeðaltalið." Þá hefur Aurora velgerðarsjóður fjármagnað svokallaða mæðraklúbba sem veita skólunum á staðnum aðhald og stuðning. Hátt í þrjúhundruð mæðraklúbbum hefur verið komið á fót í Kónó-héraði og hafa þeir reynst áhrifaríkir við að stuðla að valdaeflingu kvenna. Svanhildur er nýkomin frá Síerra Leóne og kynnti sér meðal annars starf klúbbana. „Í mínum huga er það eitt það magnaðast í þessu þar sem kraftur kvenna í samfélaginu er virkjaður. Konurnar eru ekki bara að hugsa um eigin börn heldur öll börnin í samfélaginu, að koma þeim í skóla. Við hittum fræðsluyfirvöld og sáum algjörlega svart á hvítu hvað þetta hefur skipt miklu máli, hvað valdeflingin er mikil og skilningur á mannréttindum barna er orðinn miklu meiri heldur en var," segir Svanhildur.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira