Fótbolti

Neymar sá um Mexíkó

Neymar fagnar marki sínu í kvöld.
Neymar fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Neymar fór á kostum þegar Brasilía skellti Mexíkó, 2-0, í Álfubikarnum í kvöld.

Neymar skoraði frábært mark í fyrri hálfleik. Viðstöðulaust skot í teignum sem söng í netinu.

Hann lagði svo upp mark fyrir Jo í uppbótartíma er hann fíflaði varnarmenn Mexíkó og Jo gat ekki annað en skorað. Mögnuð tilþrif.

Brasilía því búið að vinna báða leiki sína í keppninni og er í fínum málum. Jo og Neymar báðir með tvö mörk og bæði mörk Jo komu í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×