Íslenski boltinn

Haukur Páll samdi við Val á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukur Páll í leik með Val.
Haukur Páll í leik með Val.
Haukur Páll Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val. Hann var í dag valinn íþróttamaður Vals árið 2013.

Haukur Páll hefur gegnt lykilhlutverki í liði Vals undanfarin ár en hann er 26 ára gamall og á að baki 160 leiki í deild og bikar. Hann hafði verið samningslaus síðan í lok októbermánaðar.

Hann æfði með norska liðinu Stabæk í nokkra daga í haust en árið 2009 lék hann sem lánsamaður með Alta í neðri deildunum í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×