Innlent

Barnavörubasar til styrktar Kvennadeild Landspítalans.

Hrund Þórsdóttir skrifar
Tekið var á móti barnavörum í gær og þær síðan seldar á basar í Skeifunni í dag. Allur ágóði rennur til uppbyggingarstarfs á Kvennadeildinni enda stuðningur við hana megintilgangur Lífs. „Við erum ótrúlega ánægðar með hvað fólk er tilbúið til að koma og gefa okkur hlutina í staðinn fyrir að selja þá sjálft. Svo er búið að koma hérna fullt af fólki í dag til að kaupa jólagjafirnar og jólasveinarnir eru búnir að kaupa í skóinn svo þetta hefur gengið vel,“ segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Lífs.

Hún segir basarinn fela í sér þrískipt góðverk. „Fólk getur losað úr geymslunni heima hjá sér, við fáum að selja dótið og svo eru aðrir sem koma og kaupa það ódýrt svo allir vinna,“ segir hún.

Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá viðskiptavini gera góð kaup á basarnum, en hann verður opinn á morgun frá klukkan 15 til 19, í Skeifunni 19.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.