Mega ekki komast upp með eineltið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2013 23:30 Vanda ætlar að rannsaka einelti í grunnskólum Íslands en segir einelti oft byrja í leikskóla. Fréttablaðið/Stefán „Mig langar að rannsaka einelti út frá sjónarhorni barnanna og hlusta á rödd þeirra. Mig langar sérstaklega að tala við gerendur, börn og foreldra þeirra, sem og fullorðna einstaklinga sem voru gerendur í eineltismálum sem börn. Vegna þess að ef það eru engir gerendur í eineltismálum, þá er ekkert einelti,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir sem undirbýr doktorsrannsókn sína um einelti í grunnskólum á Íslandi. Rannsókn á gerendum í eineltismálum hefur ekki verið gerð áður á Íslandi svo Vanda viti til. Ekki eru margar erlendar rannsóknir til um málið heldur. Vanda segir ekki hægt að flokka börn sem eru gerendur í einelti í ákveðinn hóp. Fyrr á tíðum voru uppi kenningar um að þeir væru aðallega börn með lélega sjálfsmynd. Í nýrri rannsóknum kemur hins vegar fram að margir gerenda eru sterkir einstaklingar með mikla leiðtogahæfileika sem kunna ekki að beina orku sinni í réttan farveg.Vanda Sigurgeirsdóttir segir gerendur í eineltismálum oft sterka einstaklinga sem finni ekkl orku sinni hepplegan farveg.Fréttablaðið/Daníel„Við verðum að reyna að skilja gerendur betur. Ef við ætlum að stoppa einelti þá þurfum við að ræða þetta og rannsaka þótt það sé kannski viðkvæmt og erfitt. Ég vona að fólk taki vel á móti mér þegar ég leita eftir viðmælendum.“ Vanda segir það versta sem foreldrar gerenda gera þegar hringt er í þá frá skólanum og talað um að barnið þeirra hafi lagt í einelti að loka eyrunum fyrir því. „Ef maður gerir ekki eitthvað í málunum heldur hegðunin áfram og getur undið upp á sig. Gerendur mega ekki komast upp með þessa hegðun,“ segir Vanda. „Ákveðinn hluti gerenda heldur áfram andfélagslegri hegðun fram á unglings- og fullorðinsár og lendir stundum í vandræðum vegna þess. Því ráðlegg ég foreldrum sem fá svona símtal frá skólanum að segja: Takk fyrir að hringja í mig!“ Taka þarf á einelti strax í leikskóla að sögn Vöndu. „Árásargjörn hegðun kemur oft fram strax í leikskóla og leikskólakennarar eiga gott með að koma auga á slíka hegðun. Þar væri strax hægt að reyna að finna betri farveg fyrir hegðun barnsins og hjálpa því að komast út úr erfiðum samskiptum,“ segir Vanda sem heldur fyrirlestur um væntanlega rannsókn sína í Háskóla Íslands í dag. Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira
„Mig langar að rannsaka einelti út frá sjónarhorni barnanna og hlusta á rödd þeirra. Mig langar sérstaklega að tala við gerendur, börn og foreldra þeirra, sem og fullorðna einstaklinga sem voru gerendur í eineltismálum sem börn. Vegna þess að ef það eru engir gerendur í eineltismálum, þá er ekkert einelti,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir sem undirbýr doktorsrannsókn sína um einelti í grunnskólum á Íslandi. Rannsókn á gerendum í eineltismálum hefur ekki verið gerð áður á Íslandi svo Vanda viti til. Ekki eru margar erlendar rannsóknir til um málið heldur. Vanda segir ekki hægt að flokka börn sem eru gerendur í einelti í ákveðinn hóp. Fyrr á tíðum voru uppi kenningar um að þeir væru aðallega börn með lélega sjálfsmynd. Í nýrri rannsóknum kemur hins vegar fram að margir gerenda eru sterkir einstaklingar með mikla leiðtogahæfileika sem kunna ekki að beina orku sinni í réttan farveg.Vanda Sigurgeirsdóttir segir gerendur í eineltismálum oft sterka einstaklinga sem finni ekkl orku sinni hepplegan farveg.Fréttablaðið/Daníel„Við verðum að reyna að skilja gerendur betur. Ef við ætlum að stoppa einelti þá þurfum við að ræða þetta og rannsaka þótt það sé kannski viðkvæmt og erfitt. Ég vona að fólk taki vel á móti mér þegar ég leita eftir viðmælendum.“ Vanda segir það versta sem foreldrar gerenda gera þegar hringt er í þá frá skólanum og talað um að barnið þeirra hafi lagt í einelti að loka eyrunum fyrir því. „Ef maður gerir ekki eitthvað í málunum heldur hegðunin áfram og getur undið upp á sig. Gerendur mega ekki komast upp með þessa hegðun,“ segir Vanda. „Ákveðinn hluti gerenda heldur áfram andfélagslegri hegðun fram á unglings- og fullorðinsár og lendir stundum í vandræðum vegna þess. Því ráðlegg ég foreldrum sem fá svona símtal frá skólanum að segja: Takk fyrir að hringja í mig!“ Taka þarf á einelti strax í leikskóla að sögn Vöndu. „Árásargjörn hegðun kemur oft fram strax í leikskóla og leikskólakennarar eiga gott með að koma auga á slíka hegðun. Þar væri strax hægt að reyna að finna betri farveg fyrir hegðun barnsins og hjálpa því að komast út úr erfiðum samskiptum,“ segir Vanda sem heldur fyrirlestur um væntanlega rannsókn sína í Háskóla Íslands í dag.
Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira