Formaður Devils Choice: "Það er búið að taka okkur af lífi án dóms og laga“ Kristján Hjálmarsson skrifar 24. október 2013 09:51 Karl Þórðarson er formaður Devils Choice á Íslandi. Hann segir félagið ekki vera glæpasamtök. Myndir/borgþór sævarsson „Það er búið að taka okkur af lífi án dóms og laga. Við erum kallaðir glæpamenn í öllum fjölmiðlum án þess að hafa framið nokkurn glæp," segir Karl Þórðarson, formaður mótorhjólasamtakanna Devils Choice. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur ákvað Útlendingastofnun að vísa úr landi sex norskum meðlimum vélhjólagengisins Devils Choice, sem handteknir voru í Leifsstöð við komuna til landsins í gærkvöldi. Studdist stofnunin við hættumat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þremur meðlimum gengisins var einnig vísað úr landi í gærdag. Lögreglan býr sig undir að fleiri meðlimir gengisins reyni að komast inn í landið í dag en koma þessara manna tengist fyrirhugaðri hátíð Devils Choice á Íslandi sem fram fer á laugardag. Devils Choice, sem hétur áður Hog Riders, eru stuðningssamtök Vítisengla sem stjórnvöld hafa skilgreint sem glæpasamtök. „Þetta er vægast sagt mjög undarlegt. Við skiljum ekki forsendurnar fyrir því að mennirnir fái ekki að koma inn í landið. Hog Riders hafa verið starfræktir í átta ár og lögreglan hefur ekki enn fundið ástæðu til að kalla okkur glæpasamtök. Við hljótum að vera saklausir þar til við fremjum glæp,“ segir Karl. Spurður hvort Devils Choice á Íslandi sé ekki stuðningsklúbbur Hells Angels segir Karl: „Er það ólöglegt að vera stuðningsklúbbur Hells Angels? Þú ert ekki glæpamaður þótt þú þekkir glæpamann.“ Að sögn Karls ætlar klúbburinn að skoða réttarstöðu sína - jafnvel fara í mál við ríkið. „Þeir sem ætluðu að koma til landsins eru með hreint sakavottorð. Þeir ætluðu að koma hingað með konurnar sínar, dvelja í vikutíma og fara í verslunar- og hestaferðir,“ segir Karl. Þess ber að geta konurnar sem fylgdu norsku mótorhjólamönnunum hingað til lands var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær og eru þær frjálsar ferða sinna. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
„Það er búið að taka okkur af lífi án dóms og laga. Við erum kallaðir glæpamenn í öllum fjölmiðlum án þess að hafa framið nokkurn glæp," segir Karl Þórðarson, formaður mótorhjólasamtakanna Devils Choice. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur ákvað Útlendingastofnun að vísa úr landi sex norskum meðlimum vélhjólagengisins Devils Choice, sem handteknir voru í Leifsstöð við komuna til landsins í gærkvöldi. Studdist stofnunin við hættumat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þremur meðlimum gengisins var einnig vísað úr landi í gærdag. Lögreglan býr sig undir að fleiri meðlimir gengisins reyni að komast inn í landið í dag en koma þessara manna tengist fyrirhugaðri hátíð Devils Choice á Íslandi sem fram fer á laugardag. Devils Choice, sem hétur áður Hog Riders, eru stuðningssamtök Vítisengla sem stjórnvöld hafa skilgreint sem glæpasamtök. „Þetta er vægast sagt mjög undarlegt. Við skiljum ekki forsendurnar fyrir því að mennirnir fái ekki að koma inn í landið. Hog Riders hafa verið starfræktir í átta ár og lögreglan hefur ekki enn fundið ástæðu til að kalla okkur glæpasamtök. Við hljótum að vera saklausir þar til við fremjum glæp,“ segir Karl. Spurður hvort Devils Choice á Íslandi sé ekki stuðningsklúbbur Hells Angels segir Karl: „Er það ólöglegt að vera stuðningsklúbbur Hells Angels? Þú ert ekki glæpamaður þótt þú þekkir glæpamann.“ Að sögn Karls ætlar klúbburinn að skoða réttarstöðu sína - jafnvel fara í mál við ríkið. „Þeir sem ætluðu að koma til landsins eru með hreint sakavottorð. Þeir ætluðu að koma hingað með konurnar sínar, dvelja í vikutíma og fara í verslunar- og hestaferðir,“ segir Karl. Þess ber að geta konurnar sem fylgdu norsku mótorhjólamönnunum hingað til lands var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær og eru þær frjálsar ferða sinna.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira