„Stálfrúin“ tapaði dómsmáli um auðlegðarskatt Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. október 2013 15:08 Íslenska ríkinu var heimilt að leggja á auðlegðarskatt samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Dómurinn telur að sá hópur skattgreiðenda sem þurfi að greiða auðlegðarskatt sé ekki svo fámennur að það fari í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þannig var ekki var fallist á kröfur Guðrúnar Helgu Lárusdóttur, eins eigenda Stálskipa og íslenska ríkið sýknað. DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Stálskipa hafi ákveðið að greiða Guðrúnu og öðrum eigendum fyrirtækisins tæplega 158 milljóna króna arð í fyrra. Ágreiningsefnið var lögmæti auðlegðarskatts sem lagður var á Guðrúnu á gjaldárunum 2010, 2011 og 2012 sem og viðbótarauðlegðarskatt sem lagður var á hana gjaldárin 2011 og 2012. Guðrún krafðist þess að ríkið endurgreiddi henni tæpar 36 milljónir króna. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að samkvæmt eignarrréttarákvæði stjórnarskrárinnar sé eignarétturinn friðhelgur og engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Til þess þurfi lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Eitt megineinkenni skatthugtaksins að skatta beri að leggja á eftir almennum efnislegum mælikvarða og vissri jafnræðisleglu, þannig að skattþegnum sé ekki mismunað óeðlilega. Þetta þýði meðal annars að skattur verði ekki heimtur af tilteknum aðilum, þannig að öðrum, sem eins eða líkt stendur á hjá, sé sleppt. Í dómaframkvæmd hafi löggjafinn verið talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu, jafnvel þó slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu. Skilyrði sé þó ávallt að hún byggist á almennum efnislegum mælikvarða og að gætt sé jafnræðisreglna. Í dómnum segir að „almenni löggjafinn [er] talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu að því marki að gætt sé greindra hlutlægnis- og jafnræðissjónarmiða. Í þessu sambandi er einnig litið til skatthlutfalls og þess gildistíma sem lögunum er ætlaður. Telur dómurinn, eins og atvikum er háttað, að sá hópur skattaðila sem þurfi að sæta auðlegðarskatti, sé ekki svo fámennur að fari í bága við greind ákvæði stjórnarskrárinnar.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íslenska ríkinu var heimilt að leggja á auðlegðarskatt samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Dómurinn telur að sá hópur skattgreiðenda sem þurfi að greiða auðlegðarskatt sé ekki svo fámennur að það fari í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þannig var ekki var fallist á kröfur Guðrúnar Helgu Lárusdóttur, eins eigenda Stálskipa og íslenska ríkið sýknað. DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Stálskipa hafi ákveðið að greiða Guðrúnu og öðrum eigendum fyrirtækisins tæplega 158 milljóna króna arð í fyrra. Ágreiningsefnið var lögmæti auðlegðarskatts sem lagður var á Guðrúnu á gjaldárunum 2010, 2011 og 2012 sem og viðbótarauðlegðarskatt sem lagður var á hana gjaldárin 2011 og 2012. Guðrún krafðist þess að ríkið endurgreiddi henni tæpar 36 milljónir króna. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að samkvæmt eignarrréttarákvæði stjórnarskrárinnar sé eignarétturinn friðhelgur og engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Til þess þurfi lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Eitt megineinkenni skatthugtaksins að skatta beri að leggja á eftir almennum efnislegum mælikvarða og vissri jafnræðisleglu, þannig að skattþegnum sé ekki mismunað óeðlilega. Þetta þýði meðal annars að skattur verði ekki heimtur af tilteknum aðilum, þannig að öðrum, sem eins eða líkt stendur á hjá, sé sleppt. Í dómaframkvæmd hafi löggjafinn verið talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu, jafnvel þó slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu. Skilyrði sé þó ávallt að hún byggist á almennum efnislegum mælikvarða og að gætt sé jafnræðisreglna. Í dómnum segir að „almenni löggjafinn [er] talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu að því marki að gætt sé greindra hlutlægnis- og jafnræðissjónarmiða. Í þessu sambandi er einnig litið til skatthlutfalls og þess gildistíma sem lögunum er ætlaður. Telur dómurinn, eins og atvikum er háttað, að sá hópur skattaðila sem þurfi að sæta auðlegðarskatti, sé ekki svo fámennur að fari í bága við greind ákvæði stjórnarskrárinnar.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira