Hæstiréttur sýknar af ákæru um barnaníð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. október 2013 17:14 Hæstiréttur taldi framburð fórnarlambsins ekki eiga sér stoð í öðrum gögnum. Ómar Traustason var í Hæstarétti í dag sýknaður af ákæru vegna nauðgunar með því að hafa neitt dreng sem þá var 14 til 15 ára, með ólögmætri nauðung til að hafa við sig munnmök þegar hann var sofandi og gat ekki spornað gegn kynmökunum. Þá var hann ákærður fyrir að fá drenginn til að fróa sér og reyna í eitt skiti að hafa endaþarmsmök við hann. Ómar var ákærður fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart drengnum vegna aldurs, reynslu og líkamlegra yfirburða og brotið gegn trúnaðarskyldu sinni gagnvart honum. Ómar, sem er rúmlega fimmtugur, var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í mars á þessu ári, fyrir brotin og hlaut þar þriggja ára fangelsi. Pilturinn hafði leitað til Ómars þegar fjölskylda hans varð húsnæðislaus. Pilturinn fékk húsaskjól hjá Ómari, bæði í Breiðholti og í Kópavogi, og mat og pening fyrir nesti í skólann, auk þess sem Ómar hélt að honum fíkniefnum. Hæstiréttur sneri dómi héraðsdóms við í dag, en dómurinn taldi að þrátt fyrir að framburður fórnarlambsins hjá lögreglu og fyrir dómi hefði verið efnislega samhljóða og metinn trúverðugur í héraðsdómi, hefði framburðurinn ekki þá stoð, sem gera yrði kröfu um í sakamáli, í skýrslum annarra vitna eða hlutrænum sönnunargögnum. Þá hefði Ómar staðfastlega neitað sök. Hæstiréttur taldi að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði samkvæmt lögum um meðferð sakamála fyrir því að Ómar hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök og var hann því sýknaður. Ómar var dæmdur árið 1993 í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum í Vestmannaeyjum, þar sem hann var þá búsettur. Ómar var þá sakfelldur fyrir að hafa sýnt fjórum drengjum, níu til tólf ára gömlum, klámefni í fjögur aðskilin skipti, ýmist heima hjá sér eða í bíl, fróað sér fyrir framan þá, fitlað við tvo þeirra og tekið getnaðarlim eins þeirra í munn sér. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ómar Traustason var í Hæstarétti í dag sýknaður af ákæru vegna nauðgunar með því að hafa neitt dreng sem þá var 14 til 15 ára, með ólögmætri nauðung til að hafa við sig munnmök þegar hann var sofandi og gat ekki spornað gegn kynmökunum. Þá var hann ákærður fyrir að fá drenginn til að fróa sér og reyna í eitt skiti að hafa endaþarmsmök við hann. Ómar var ákærður fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart drengnum vegna aldurs, reynslu og líkamlegra yfirburða og brotið gegn trúnaðarskyldu sinni gagnvart honum. Ómar, sem er rúmlega fimmtugur, var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í mars á þessu ári, fyrir brotin og hlaut þar þriggja ára fangelsi. Pilturinn hafði leitað til Ómars þegar fjölskylda hans varð húsnæðislaus. Pilturinn fékk húsaskjól hjá Ómari, bæði í Breiðholti og í Kópavogi, og mat og pening fyrir nesti í skólann, auk þess sem Ómar hélt að honum fíkniefnum. Hæstiréttur sneri dómi héraðsdóms við í dag, en dómurinn taldi að þrátt fyrir að framburður fórnarlambsins hjá lögreglu og fyrir dómi hefði verið efnislega samhljóða og metinn trúverðugur í héraðsdómi, hefði framburðurinn ekki þá stoð, sem gera yrði kröfu um í sakamáli, í skýrslum annarra vitna eða hlutrænum sönnunargögnum. Þá hefði Ómar staðfastlega neitað sök. Hæstiréttur taldi að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði samkvæmt lögum um meðferð sakamála fyrir því að Ómar hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök og var hann því sýknaður. Ómar var dæmdur árið 1993 í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum í Vestmannaeyjum, þar sem hann var þá búsettur. Ómar var þá sakfelldur fyrir að hafa sýnt fjórum drengjum, níu til tólf ára gömlum, klámefni í fjögur aðskilin skipti, ýmist heima hjá sér eða í bíl, fróað sér fyrir framan þá, fitlað við tvo þeirra og tekið getnaðarlim eins þeirra í munn sér.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira