Fótbolti

Messi fram úr Maradona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maradona hughreistir Messi eftir tap Argentínu gegn Þýskalandi á HM 2010.
Maradona hughreistir Messi eftir tap Argentínu gegn Þýskalandi á HM 2010. Nordicphotos/AFP
Lionel Messi skoraði þrennu fyrir Argentínu í 4-0 stórsigri á Gvatemala í æfingaleik í gærkvöldi.

Messi, sem kom inn á sem varamaður í undankeppninni gegn Kólumbíu og Ekvador á dögunum, byrjaði leikinn áhorfendum til mikillar gleði.

Sá örvfætti skoraði fyrsta markið með glæsilegu skoti utan teigs eftir fimmtán mínútur og lagði upp annað mark fyrir Augusto Fernandez á 35. mínútu. Messi skoraði þriðja markið skömmu síðar úr vítaspyrnu og fullkomnaði þrennuna í upphafi síðari hálfleiks.

Messi hefur nú skorað 35 mörk fyrir landslið Argentínu eða einu meira en Diego Maradona. Gabriel Omar Batistua er þó langmarkahæsti leikmaður í sögu þjóðarinnar með 56 landsliðsmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×