Fótbolti

Enn einn titillinn til Spánverja?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David de Gea stendur á milli stanganna hjá Spánverjum.
David de Gea stendur á milli stanganna hjá Spánverjum. Nordicphotos/AFP
Spánn vann 3-0 sigur á Noregi í undanúrslitum á Evrópumóti 21 árs landsliða í Ísrael í dag.

Rodrigo, leikmaður Benfica sem er fæddur í Brasilíu en með spænskt ríkisfang, kom Spánverjum yfir í viðbótartíma í fyrri hálfleik.

Spánverjar, sem tefla fram gríðarlega sterku liði, tvöfölduðu þó ekki forystuna fyrr en skömmu fyrir leikslok með marki hins brjáðsnjalla miðjumanns Isco.

Alvaro Morata, efnilegur framherji Real Madrid, innsiglaði sigurinn með marki í viðbótartíma. Spánverjar mæta Ítölum eða Hollendingum í úrslitaleiknum í Jerúsalem á þriðjudaginn.

Spánverjar eiga titil að verja en þeir urðu Evrópumeistarar í Danmörku sumarið 2011 eftir sigur í úrslitaleik gegn Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×