Tímamörk ekki virt hjá áfrýjunarnefnd Brjánn Jónasson skrifar 28. október 2013 06:00 Áfrýjunarnefnd neytendamála þurfti sjö mánuði til að úrskurða um kæru Hagkaups vegna ákvörðunar Neytendastofu um að sekta fyrirtækið um 500 þúsund krónur fyrir að birta ekki afsláttarprósentu í auglýsingu um "Tax Free“ helgi. Fréttablaðið/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála var ekki starfandi í þrjá mánuði í sumar og haust þar sem dróst að skipa nýja nefnd. Nefndin hefur lögum samkvæmt aðeins sex vikur til að úrskurða í málum sem til hennar berast en sá tímafrestur hefur ekki verið virtur. Hægt er að skjóta ákvörðunum Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Skipunartími nefndarmanna rann út í júní síðastliðnum, og hefur starf nefndarinnar legið niðri síðan. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði nýtt fólk í nefndina í byrjun október. Tíu til fimmtán ný mál bíða nýrra nefndarmanna segir Halldóra Þorsteinsdóttir. Hún var starfsmaður nefndarinnar þar til í október, þegar hún var skipuð einn af nefndarmönnum. Um það bil 20 mál hafa borist nefndinni á hverju ári síðustu ár. Samkvæmt lögum skal „úrskurður áfrýjunarnefndarinnar [...] liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti“. Engum málum sem borist hafa nefndinni það sem af er þessu ári hafa verið lokið. Við lauslega skoðun á síðustu úrskurðum nefndarinnar, sem varða mál frá árinu 2012, verður ekki séð að nefndin hafi virt sex vikna tímamörkin sem lög gera ráð fyrir. Í síðustu tíu úrskurðum hefur málsmeðferðartími hjá nefndinni verið að meðaltali rúmir sjö mánuðir. „Lögin segja þetta, en mál eru ekki kláruð fyrr en gagnaöflun er lokið, og í mörgum málanna tekur langan tíma að fá gögn frá aðilum málsins,“ segir Halldóra. „Lögin segja sex vikur, og það er ekki verið að tala um frá því kæra barst nefndinni. Það myndi einfaldlega aldrei ganga upp, og væri í andstöðu við stjórnsýslulög,“ segir Halldóra. Hildur Dungal, nýskipaður formaður áfrýjunarnefndarinnar, segir að nefndin hafi verið skipuð í byrjun október, og hún hafi enn ekki fundað. Hún segir það vissulega óheppilegt að dregist hafi að fjalla um mál sem borist hafa nefndinni. Nú muni nefndin einhenda sér í að úrskurða í þeim málum sem borist hafi. Hjá innanríkisráðneytinu fengust þau svör að aðalatriðið sé að engar kvartanir hafi borist ráðuneytinu um að þjónusta nefndarinnar hafi ekki verið í lagi. Ekkert bendi til þess að þessir þrír mánuðir sem liðu hafi haft áhrif á þjónustu nefndarinnar við neytendur.Mikilvægt að fá niðurstöðu hratt „Lögin gera ráð fyrir þessu áfrýjunarferli og það er mikilvægt að það ferli sé eins fljótvirkt og hægt er,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hann segir miklu skipta fyrir þá sem eigi hagsmuna að gæta að fá niðurstöðu sem fyrst. Hann bendir á að ákvarðanir Neytendastofu sem kærðar eru til áfrýjunarnefndarinnar geti verið íþyngjandi og mikilvægt að fá endanlega úrlausn hratt. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála var ekki starfandi í þrjá mánuði í sumar og haust þar sem dróst að skipa nýja nefnd. Nefndin hefur lögum samkvæmt aðeins sex vikur til að úrskurða í málum sem til hennar berast en sá tímafrestur hefur ekki verið virtur. Hægt er að skjóta ákvörðunum Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Skipunartími nefndarmanna rann út í júní síðastliðnum, og hefur starf nefndarinnar legið niðri síðan. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði nýtt fólk í nefndina í byrjun október. Tíu til fimmtán ný mál bíða nýrra nefndarmanna segir Halldóra Þorsteinsdóttir. Hún var starfsmaður nefndarinnar þar til í október, þegar hún var skipuð einn af nefndarmönnum. Um það bil 20 mál hafa borist nefndinni á hverju ári síðustu ár. Samkvæmt lögum skal „úrskurður áfrýjunarnefndarinnar [...] liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti“. Engum málum sem borist hafa nefndinni það sem af er þessu ári hafa verið lokið. Við lauslega skoðun á síðustu úrskurðum nefndarinnar, sem varða mál frá árinu 2012, verður ekki séð að nefndin hafi virt sex vikna tímamörkin sem lög gera ráð fyrir. Í síðustu tíu úrskurðum hefur málsmeðferðartími hjá nefndinni verið að meðaltali rúmir sjö mánuðir. „Lögin segja þetta, en mál eru ekki kláruð fyrr en gagnaöflun er lokið, og í mörgum málanna tekur langan tíma að fá gögn frá aðilum málsins,“ segir Halldóra. „Lögin segja sex vikur, og það er ekki verið að tala um frá því kæra barst nefndinni. Það myndi einfaldlega aldrei ganga upp, og væri í andstöðu við stjórnsýslulög,“ segir Halldóra. Hildur Dungal, nýskipaður formaður áfrýjunarnefndarinnar, segir að nefndin hafi verið skipuð í byrjun október, og hún hafi enn ekki fundað. Hún segir það vissulega óheppilegt að dregist hafi að fjalla um mál sem borist hafa nefndinni. Nú muni nefndin einhenda sér í að úrskurða í þeim málum sem borist hafi. Hjá innanríkisráðneytinu fengust þau svör að aðalatriðið sé að engar kvartanir hafi borist ráðuneytinu um að þjónusta nefndarinnar hafi ekki verið í lagi. Ekkert bendi til þess að þessir þrír mánuðir sem liðu hafi haft áhrif á þjónustu nefndarinnar við neytendur.Mikilvægt að fá niðurstöðu hratt „Lögin gera ráð fyrir þessu áfrýjunarferli og það er mikilvægt að það ferli sé eins fljótvirkt og hægt er,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hann segir miklu skipta fyrir þá sem eigi hagsmuna að gæta að fá niðurstöðu sem fyrst. Hann bendir á að ákvarðanir Neytendastofu sem kærðar eru til áfrýjunarnefndarinnar geti verið íþyngjandi og mikilvægt að fá endanlega úrlausn hratt.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira