Kryfur lík á milli leikjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Meinatæknir Kristján segir að sumarstarfið við krufningar henti honum vel. "Þetta fær ekkert á mig þannig að ég held að þetta sé bara fullkomið fyrir mig,“ segir læknaneminn. Fréttablaðið/GVA „Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
„Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira