Kryfur lík á milli leikjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Meinatæknir Kristján segir að sumarstarfið við krufningar henti honum vel. "Þetta fær ekkert á mig þannig að ég held að þetta sé bara fullkomið fyrir mig,“ segir læknaneminn. Fréttablaðið/GVA „Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira