Íslenski boltinn

KR með fullt hús í Lengjubikarnum

Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
KR tryggði sér öruggan sigur í riðli sínum í Lengjubikarnum í kvöld. KR vann alla sína leiki í riðlinum.

Þróttur var síðasta fórnarlamb KR en Vesturbæingar rúlluðu yfir þá, 4-1, í kvöld.

Bjarni Guðjónsson skoraði fyrst úr víti áður en þeir Óskar Örn Hauksson og Davíð Einarsson bættu við mörkum. Hlynur Hauksson skoraði svo sjálfsmark. Vilhjálmur Pálmason skoraði svo mark Þróttar.

Upplýsingar fengnar frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×