Albanir sendir úr landi í fylgd sérsveitarmanna 14. desember 2013 09:50 Frá landsleik Íslands og Albaníu. Þrettán Albanir skiluðu sér ekki í flug til Tirana. Fjórir þeirra sóttu um hæli. Aðrir voru handteknir þegar þeir þrír mánuðir sem þeir höfðu leyfi til að vera hér sem ferðamenn voru liðnir. Alls 21 albanskir ríkisborgarar sem skiluðu sér ekki í flug eftir leik Íslands og Albaníu fyrr í september voru sendir til Tirana með leiguflugi í fylgd sérsveitarmanna frá embætti Ríkislögreglustjóra snemma á fimmtudagsmorgun. Talsverður fjöldi stuðningsmanna albanska landsliðsins kom til landsins til að vera viðstaddur leikinn í september. Þeir fóru hins vegar ekki allir úr landi að leik loknum. Hópur þeirra mætti ekki í leiguflug sem átti að fara frá Keflavík til Albaníu. Tveir þeirra sóttu um hæli hér á landi fyrir leikinn og tveir gerðu það eftir hann. Um tíma var ekkert vitað um afdrif níu Albana en nokkrir þeirra voru handteknir áður en hópurinn var sendur úr landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru Albanirnir 21 sendir úr landi snemma á fimmtudagsmorgun en embætti ríkislögreglustjóra skipulagði aðgerðina að fengnu samráði við Útlendingastofnun. Heimilt var að senda mennina úr landi þar sem liðnir voru þrír mánuðir frá því þeir komu hingað sem ferðamenn og þeir höfðu ekki dvalarleyfi.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Millilentu í Frakklandi Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Staðfesti þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. „Á grundvelli ákvarðana stjórnvalda annaðist alþjóðadeild ríkislögreglustjóra framkvæmd á frávísun 21 ríkisborgara Albaníu til heimalands. Ferðin var undirbúin í samstarfi við Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Flugvél var leigð til ferðarinnar sem millilenti í Frakklandi þar sem fleiri albanskir ríkisborgarar og fylgdarmenn þeirra komu um borð. Ferðin var skipulögð í samræmi við gildandi löggjöf, alþjóðasamninga og leiðbeiningar Evrópusambandsins og Frontex. Fagleg og kostnaðarleg rök voru til grundvallar að samstarfi Íslands við Frontex í þessu verkefni. Sýnt er að slík framkvæmd hefur minni röskun í för með sér fyrir fólkið og er öll faglegri. Auk lögreglumanna voru með í för læknir, túlkur og eftirlitsmaður frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Lögð er áhersla á að við framkvæmdina sé gætt meðalhófs í hvívetna og að komið sé fram við fólkið að alúð og skilningi,“ segir Jón í skriflegu svari. Hann segir um önnur efnisatriði málsins er varðar ákvörðun um frávísun sé vísað til Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins. Um önnur efnisatriði málsins er varðar ákvörðun um frávísun er vísað til Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins.Uppfært kl. 15:27. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Albanirnir hefðu verið 13, hið rétta að þeir voru 21. Það leiðréttist hér með. Tengdar fréttir Níu Albana leitað hér á landi Þrettán Albanir sem komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Albaníu á þriðjudaginn skiluðu sér ekki í flugið heim. Umsókn um hæli hér á landi liggur fyrir frá fjórum þeirra. 15. september 2013 20:04 Albanir ílengjast á Íslandi Útlendingastofnun mun að sinni ekki aðhafast í máli níu Albana sem skiluðu sér ekki í leiguflug heim til Albaníu eftir landsleikinn á dögunum. 16. september 2013 11:51 Engin leit fyrirhuguð á mönnunum níu frá Albaníu 36 manns frá Albaníu hafa sótt um hæli á Íslandi á þessu ári. 16. september 2013 18:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Alls 21 albanskir ríkisborgarar sem skiluðu sér ekki í flug eftir leik Íslands og Albaníu fyrr í september voru sendir til Tirana með leiguflugi í fylgd sérsveitarmanna frá embætti Ríkislögreglustjóra snemma á fimmtudagsmorgun. Talsverður fjöldi stuðningsmanna albanska landsliðsins kom til landsins til að vera viðstaddur leikinn í september. Þeir fóru hins vegar ekki allir úr landi að leik loknum. Hópur þeirra mætti ekki í leiguflug sem átti að fara frá Keflavík til Albaníu. Tveir þeirra sóttu um hæli hér á landi fyrir leikinn og tveir gerðu það eftir hann. Um tíma var ekkert vitað um afdrif níu Albana en nokkrir þeirra voru handteknir áður en hópurinn var sendur úr landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru Albanirnir 21 sendir úr landi snemma á fimmtudagsmorgun en embætti ríkislögreglustjóra skipulagði aðgerðina að fengnu samráði við Útlendingastofnun. Heimilt var að senda mennina úr landi þar sem liðnir voru þrír mánuðir frá því þeir komu hingað sem ferðamenn og þeir höfðu ekki dvalarleyfi.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Millilentu í Frakklandi Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Staðfesti þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. „Á grundvelli ákvarðana stjórnvalda annaðist alþjóðadeild ríkislögreglustjóra framkvæmd á frávísun 21 ríkisborgara Albaníu til heimalands. Ferðin var undirbúin í samstarfi við Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Flugvél var leigð til ferðarinnar sem millilenti í Frakklandi þar sem fleiri albanskir ríkisborgarar og fylgdarmenn þeirra komu um borð. Ferðin var skipulögð í samræmi við gildandi löggjöf, alþjóðasamninga og leiðbeiningar Evrópusambandsins og Frontex. Fagleg og kostnaðarleg rök voru til grundvallar að samstarfi Íslands við Frontex í þessu verkefni. Sýnt er að slík framkvæmd hefur minni röskun í för með sér fyrir fólkið og er öll faglegri. Auk lögreglumanna voru með í för læknir, túlkur og eftirlitsmaður frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Lögð er áhersla á að við framkvæmdina sé gætt meðalhófs í hvívetna og að komið sé fram við fólkið að alúð og skilningi,“ segir Jón í skriflegu svari. Hann segir um önnur efnisatriði málsins er varðar ákvörðun um frávísun sé vísað til Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins. Um önnur efnisatriði málsins er varðar ákvörðun um frávísun er vísað til Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins.Uppfært kl. 15:27. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Albanirnir hefðu verið 13, hið rétta að þeir voru 21. Það leiðréttist hér með.
Tengdar fréttir Níu Albana leitað hér á landi Þrettán Albanir sem komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Albaníu á þriðjudaginn skiluðu sér ekki í flugið heim. Umsókn um hæli hér á landi liggur fyrir frá fjórum þeirra. 15. september 2013 20:04 Albanir ílengjast á Íslandi Útlendingastofnun mun að sinni ekki aðhafast í máli níu Albana sem skiluðu sér ekki í leiguflug heim til Albaníu eftir landsleikinn á dögunum. 16. september 2013 11:51 Engin leit fyrirhuguð á mönnunum níu frá Albaníu 36 manns frá Albaníu hafa sótt um hæli á Íslandi á þessu ári. 16. september 2013 18:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Níu Albana leitað hér á landi Þrettán Albanir sem komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Albaníu á þriðjudaginn skiluðu sér ekki í flugið heim. Umsókn um hæli hér á landi liggur fyrir frá fjórum þeirra. 15. september 2013 20:04
Albanir ílengjast á Íslandi Útlendingastofnun mun að sinni ekki aðhafast í máli níu Albana sem skiluðu sér ekki í leiguflug heim til Albaníu eftir landsleikinn á dögunum. 16. september 2013 11:51
Engin leit fyrirhuguð á mönnunum níu frá Albaníu 36 manns frá Albaníu hafa sótt um hæli á Íslandi á þessu ári. 16. september 2013 18:37