Lífið

Lífið í L.A er rosalega ýkt

Victoria Beckham líður vel í Bretlandi
Victoria Beckham líður vel í Bretlandi .nordicphotos/getty
Viktoría Beckham sagði í viðtali við dagblaðið New York Times að líf hennar væri venjulegra núna eftir að hún flutti aftur til Bretlands með fjölskylduna.

„Það var alveg magnað að búa í L.A., við fórum í afmælisveislur þar sem allir löbbuðu út með farsíma í gjafapoka.

Afmælisveislurnar voru margar hverjar alveg magnaðar, þvílíkar skreytingar. Þetta var alveg brjálað og ég elska hvað Bandaríkjamenn hugsa stórt,“ sagði hún. Beckham sagði jafnframt að hún vilji þó frekar að börnin sín upplifi venjulegri afmælisveislur með hoppukastala og andlitsmálningu.

„Persónuleiki minn á kannski meira við í Bandaríkjunum en Bretlandi. Ég vill ná langt í viðskiptum og hugsa stórt á því sviði en ég vil alls ekki þurfa að líta út eins og ég sé 25 ára.

Ég er mjög ánægð með að vera 39 ára gömul og mér líður vel í eigin skinni,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.