Innlent

Lokað á heita vatnið í Salahverfi

Loka þarf fyrir heita vatnið í Salahverfi í Kópavogi í dag vegna viðhalds. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að íbúar á hluta svæðisins hafi verið látnir vita með dreifimiðum í hús en nú í morgun kom í ljós að loka þarf fyrir vatnið á mun stærra svæði en áður var ráð fyrir gert.

Loka þarf fyrir í öllu Salahverfinu auk Hveralindar og Hljóðalindar. Búast má við að heitt vatn komist á að nýju um klukkan fimm síðdegis.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysum eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×