Lífið

Kúmentínsla í Viðey

Siglt verður heim frá Viðeyk klukkan 22.
Siglt verður heim frá Viðeyk klukkan 22. Fréttablaðið/Stefán
Í kvöld fer fram árleg kúmentínsla í Viðey. Þeir sem ekki hafa áður tínt kúmen fá fræðslu á staðnum og ef rignir verða gefin góð ráð um hvernig best er að geyma kúmen sem tínt er í rigningu. Engin form­leg leið­sögn er um Viðey þetta kvöld en aðstoð veitt og aðferðin sýnd þeim sem ekki hafa áður tínt kúmen.

Kúmentínslan hefur fram að þessu þótt góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna og verður veitingastaðurinn í Viðeyjarstofu opinn um kvöldið. Þar verður hægt að kaupa heitt kakó og vöfflur, krækling og franskar.

Á Viðey vaxa einnig margar aðrar lækningajurtir á borð við vallhumall og mjaðjurt. Því er hægt að nýta tækifærið og tína jurtir í seyði fyrir komandi vetur. 

Siglt frá Skarfabakka 18.15 og 19.15 og til baka 22. Gjald í ferj­una fram og til baka er 1.100 krónur fyrir fullorðna en 550 fyrir börn frá 7 til 15 ára í fylgd full­orð­inna. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Eldri borgarar greiða 900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.