Innlent

Ræða kosti og galla breytinganna á Hofsvallagötu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Breytingar á Hofsvallagötu leggjast misjafnlega í íbúa í hverfinu.
Breytingar á Hofsvallagötu leggjast misjafnlega í íbúa í hverfinu. Mynd/ÞÞ.
Boðað hefur verið til íbúafundar í Hagaskóla klukkan 17:15 í dag vegna breytinga á skipulagi Hofsvallagötu. Þar mun íbúum gefast tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri við borgaryfirvöld.

Skiptar skoðanir eru á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á götunni en fjölmennur hópur íbúa hefur gagnrýnt breytingarnar og sagt þær skapa óþarfa rugling fyrir ökumenn og líklegar til að valda umferðarteppum.

Páll Guðjónsson, hjólreiðamaður, er á annarri skoðun og hann hefur birt myndband á Youtube sem sýnir breytingarnar með augum hjólreiðamannsins.

Myndband Páls má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×