Kaupmenn sofa til hádegis og missa viðskipti Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2013 13:11 Kaupmaður við Laugaveg segir verslanir þar opna allt of seint og verði þar af leiðandi af miklum viðskiptum. Þá ráfi ferðamenn um þessa aðalverslunargötu borgarinnar án þess að fá fullnægjandi þjónustu. Tugir og jafnvel hundruð þúsunda ferðamanna heimsækja höfuðborgina á hverju ári og hafa margir hverjir skamma viðdvöl, hvort sem þeir koma með skemmtiferðaskipum eða flugi. Hildur Símonardóttir kaupmaður í Vinnufatabúðinni við Laugaveg og stjórnarmaður í Samtökum kaupmanna og fasteigna við Laugaveg segir ferðamenn árrisula en þeir komi nánast alls staðar að lokuðum dyrum verslana við aðalverslunargötu borgarinnar fyrir hádegi. „Það eru flestir með lokað og opna ekki fyrr en klukkan ellefu eða tólf að deginum. Ég held að það séu fjórir eða fimm aðilar sem opna klukkan níu, við (Vinnufatabúðin) opnum klukkan níu, Brynja opnar og Guðsteinn og ég held að Gilbert opni enn klukkan níu,“ segir Hildur. Þetta sé sérstaklega bagalegt með verslanir hönnuða en ferðamenn sæki eðlilega í verslanir þeirra. „Túristar hafa bara þrjá til fjóra tíma í stoppi. Síðan eru þeir farnir í ferðir og koma svo að lokuðum dyrum þegar þeir koma í bæinn aftur, hvort sem þeir ferðast með skipum eða flugi. Þetta er tímaskekkja,“ segir Hildur. En á meðan ferðamenn af skemmtiferðaskipum séu í alls kyns ferðum séu þúsundir starfsmanna skipanna í borginni og vilji versla. Það skjóti því skökku við í höfuðborginni séu verslanir meira og minna lokaðar til hádegis. „Þannig að þetta er fáránlegt. Þetta fólk myndi eflaust koma beint niður í miðbæ ef yrði opnað fyrr. Síðan má ekki gleyma fólki sem er í vaktavinnu, fólk sem vill kaupa afmælisgjafir og þess háttar, það kemur að lokuðum dyrum. Það er kominn dagur þegar klukkan er orðin ellefu eða tólf. Þetta er bara bull,“ segir Hildur. Hildur segir eldri verslunareigendur opna um klukkan níu en þeir yngri ekki fyrr en undir hádegi. „Við getum farið í svona Siesta milli klukkan tvö og þrjú eins og suðrænar þjóðir gera. Þetta eru auðvitað allt einyrkjar sem ráða sér sjálfir. En ef fólk vill gera betur og fá meira inn í kassann verður það að standa vaktina,“ segir Hildur Símonardóttir kaupmaður við Laugarveginn. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Kaupmaður við Laugaveg segir verslanir þar opna allt of seint og verði þar af leiðandi af miklum viðskiptum. Þá ráfi ferðamenn um þessa aðalverslunargötu borgarinnar án þess að fá fullnægjandi þjónustu. Tugir og jafnvel hundruð þúsunda ferðamanna heimsækja höfuðborgina á hverju ári og hafa margir hverjir skamma viðdvöl, hvort sem þeir koma með skemmtiferðaskipum eða flugi. Hildur Símonardóttir kaupmaður í Vinnufatabúðinni við Laugaveg og stjórnarmaður í Samtökum kaupmanna og fasteigna við Laugaveg segir ferðamenn árrisula en þeir komi nánast alls staðar að lokuðum dyrum verslana við aðalverslunargötu borgarinnar fyrir hádegi. „Það eru flestir með lokað og opna ekki fyrr en klukkan ellefu eða tólf að deginum. Ég held að það séu fjórir eða fimm aðilar sem opna klukkan níu, við (Vinnufatabúðin) opnum klukkan níu, Brynja opnar og Guðsteinn og ég held að Gilbert opni enn klukkan níu,“ segir Hildur. Þetta sé sérstaklega bagalegt með verslanir hönnuða en ferðamenn sæki eðlilega í verslanir þeirra. „Túristar hafa bara þrjá til fjóra tíma í stoppi. Síðan eru þeir farnir í ferðir og koma svo að lokuðum dyrum þegar þeir koma í bæinn aftur, hvort sem þeir ferðast með skipum eða flugi. Þetta er tímaskekkja,“ segir Hildur. En á meðan ferðamenn af skemmtiferðaskipum séu í alls kyns ferðum séu þúsundir starfsmanna skipanna í borginni og vilji versla. Það skjóti því skökku við í höfuðborginni séu verslanir meira og minna lokaðar til hádegis. „Þannig að þetta er fáránlegt. Þetta fólk myndi eflaust koma beint niður í miðbæ ef yrði opnað fyrr. Síðan má ekki gleyma fólki sem er í vaktavinnu, fólk sem vill kaupa afmælisgjafir og þess háttar, það kemur að lokuðum dyrum. Það er kominn dagur þegar klukkan er orðin ellefu eða tólf. Þetta er bara bull,“ segir Hildur. Hildur segir eldri verslunareigendur opna um klukkan níu en þeir yngri ekki fyrr en undir hádegi. „Við getum farið í svona Siesta milli klukkan tvö og þrjú eins og suðrænar þjóðir gera. Þetta eru auðvitað allt einyrkjar sem ráða sér sjálfir. En ef fólk vill gera betur og fá meira inn í kassann verður það að standa vaktina,“ segir Hildur Símonardóttir kaupmaður við Laugarveginn.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira