Innlent

Leita að konum á Snæfellsnesi

Kristján Hjálmarsson skrifar
Hópur björgunarsveitarfólks er á leið til hjálpar konunum.
Hópur björgunarsveitarfólks er á leið til hjálpar konunum.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út um tvöleytið í dag.

Tvær erlendar konur sem voru á gangi í norðanverðum Hnappadal höfðu samband við Neyðarlínu þar sem þær voru villtar í þoku í fjallendinu norðan við Hnappadal.

Þær eru í símasambandi en ná ekki áttum. Þær eru orðnar kaldar en annað amar ekki að þeim. Nokkrir hópar björgunarsveitarmanna eru nú á leið á staðinn og á svokallað Sjónarfell en þar er talið að konurnar séu, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×