Enski boltinn

Mancini vonast eftir Manchester úrslitaleik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini vonast til þess að Manchester liðin City og United mætist í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í maí. City tryggði sér sæti í undanúrslitum í gær en United mætir Chelsea í dag.

„Við viljum gera vel í úrvalsdeildinni og bikarnum og auðvitað viljum við fara alla leið í úrslitaleikinn ef það er mögulegt," sagði Mancini eftir sigurinn á Barnsley í gær.

„Það er mikilvægt að einbeitingin sé í lagi þegar þú mætir liði sem hefur engu að tapa," sagði Mancini um leikinn gegn Barnsley en hann sagði alveg ljóst hvað væri drauma úrslitaleikurinn í hans huga.

„Það væri fullkomið ef United og City myndu mætast því síðustu tvö árin hafa United og City verið bestu liðin á Englandi," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×