Enski boltinn

Millwall og Blackburn þurfa að mætast aftur

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Millwall og Blackburn þurfa að mætast á nýjan leik í enska bikarnum en leik liðanna í dag lyktaði með markalausu jafntefli.

Leikur liðanna var hreinasta hörmung og bæði lið þurfa að girða sig hraustlega í brók ætli þau sér að komast á Wembley.

Það var rétt undir lokin sem leikmenn liðanna sýndu smá lífsmark og þá helst er þeir tóku upp á því að rífast.

Þessi leikur fellur fljótt í gleymskunnar dá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×