Enski boltinn

Villas-Boas: Klikkið hjá Gylfa lykillinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas þjálfari Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta segir færið sem Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði úr stöðunni 2-1 fyrir Tottenham hafa verið lykil augnablik leiksins sem Liverpool sigraði 3-2.

„Þetta var synd því við lékum vel á köflum," sagið Villas-Boas eftir leikinn.

„Lykil augnablik leiksins er þegar við hefðum getað komist í 3-1 þegar Gylfi Sigurðsson fékk gott færi.

„Svona er fótbolti og við munum vonandi þjappa okkur saman og ná öðrum góðum sprett," sagði portúgalski þjálfari Tottenham að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×