Enski boltinn

Cisse hetja Newcastle

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Papiss Cisse var hetja Newcastle í dag er hann tryggði liðinu sigur, 2-1, á Stoke með marki úr uppbótartíma.

Jonathan Walters kom Stoke yfir með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu en Yohan Cabaye jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar.

Það var svo flest sem benti til þess að liðin myndi skilja jöfn er Cisse skoraði markið mikilvæga.

Newcastle komst upp í 13. sætið með sigrinum en Stoke er enn í ellefta sæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×