Federer úr leik á Wimbledon | Ótrúlegum degi lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2013 19:49 Afar óvænt tíðindi urðu á Wimbledon-mótinu í tennis í dag er Roger Federer, sjöfaldur meistari á mótinu, féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir óþekktum Úkraínumanni í annarri umferð einliðaleiks karla. Sergiy Stakhovsky, sem er í 116. sæti heimslistans, fagnaði sigri í þremur settum gegn einu. Hann tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann hin þrjú 7-6, 7-5 og 7-6. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Federer tapar fyrir andstæðingi sem er ekki meðal efstu 100 manna á heimslistanum í tennis. Federer hafði einnig komist í fjórðungsúrslit á 36 risamótum í röð, þar til að hann féll úr leik í dag. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn sem Federer tapar viðureign í annarri umferð stórmóts í tennis. Hann hafði unnið 49 slíkar viðureignir í röð. Federer er þó ekki eina stórstjarnan sem féll úr leik í dag. Maria Sharapova, sem er í þriðja sæti heimslistans, tapaði fyrir Michelle Larcher de Brito frá Portúgal, sem er í 131. sæti heimslistans, í tveimur settum, 6-4 og 6-3. Þá þurftu alls sjö keppendur að draga sig úr keppni vegna meiðsla í dag en meðal þeirra er Jo-Wilfried Tsonga (6. sæti í karlaflokki) og Victoria Azarenka (2. sæti í kvennaflokki). Belginn Steve Darcis hætti einnig vegna meiðsla en hann vann Rafael Nadal í fyrstu umferð mótsins. Heimamaðurinn Andy Murray er þó kominn áfram eftir öruggan sigur á Lu Yen-hsun frá Taipei. Novak Djokovic er einnig kominn áfram í þriðju umferðina en Djokovic og Murray eru í efstu tveimur sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Sjá meira
Afar óvænt tíðindi urðu á Wimbledon-mótinu í tennis í dag er Roger Federer, sjöfaldur meistari á mótinu, féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir óþekktum Úkraínumanni í annarri umferð einliðaleiks karla. Sergiy Stakhovsky, sem er í 116. sæti heimslistans, fagnaði sigri í þremur settum gegn einu. Hann tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann hin þrjú 7-6, 7-5 og 7-6. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Federer tapar fyrir andstæðingi sem er ekki meðal efstu 100 manna á heimslistanum í tennis. Federer hafði einnig komist í fjórðungsúrslit á 36 risamótum í röð, þar til að hann féll úr leik í dag. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn sem Federer tapar viðureign í annarri umferð stórmóts í tennis. Hann hafði unnið 49 slíkar viðureignir í röð. Federer er þó ekki eina stórstjarnan sem féll úr leik í dag. Maria Sharapova, sem er í þriðja sæti heimslistans, tapaði fyrir Michelle Larcher de Brito frá Portúgal, sem er í 131. sæti heimslistans, í tveimur settum, 6-4 og 6-3. Þá þurftu alls sjö keppendur að draga sig úr keppni vegna meiðsla í dag en meðal þeirra er Jo-Wilfried Tsonga (6. sæti í karlaflokki) og Victoria Azarenka (2. sæti í kvennaflokki). Belginn Steve Darcis hætti einnig vegna meiðsla en hann vann Rafael Nadal í fyrstu umferð mótsins. Heimamaðurinn Andy Murray er þó kominn áfram eftir öruggan sigur á Lu Yen-hsun frá Taipei. Novak Djokovic er einnig kominn áfram í þriðju umferðina en Djokovic og Murray eru í efstu tveimur sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Sjá meira