Lífið

Nýtt hlutverk Tinu Fey

Tina Fey tekst á við nýtt hlutverk.
Tina Fey tekst á við nýtt hlutverk. Nordicphotos/getty
Gamanleikkonan Tina Fey sem slegið hefur rækilega í gegn sem hin óborganlega, Liz Lemon, í sjónvarpsþáttunum 30 Rock, vinnur nú að gerð nýrra gamanþátta sem verða í anda Cheers, eða Staupasteinn.

Fey sem ætlar ekki að leika í bili,  ætlar þess í stað að vinna við framleiðslu þáttanna sem kallaðir eru „The Cheers Show“, þangað til endanlegt nafn verður staðfest.

Tökum á 30 Rock fer senn að ljúka og er Fey að sögn himinlifandi yfir nýja hlutverkinu og að fá smá hvíld á leiklistinni í leiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.