Fótbolti

Zlatan og Beckham enn og aftur meistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
PSG varð í gærkvöldi franskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi eftir 1-0 sigur á Lyon. Jeremy Menez skoraði mark leiksins.

Liðið er með 77 stig og sjö stiga forystu á Marseille þegar að tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Sigur liðsins kemur ekki á óvart enda liðið verið með þægilega forystu á toppnum undanfarna mánuði.

David Beckham varð því meistari í fjórða landinu en hann hefur unnið meistaratitla með Manchester United, Real Madrid, LA Galaxy og nú PSG. Meistaratitlarnir eru nú orðnir tíu talsins en hann varð alls sex sinnum Englandsmeistari.

Zlatan Ibrahimovic hefur einnig átt ótrúlegan feril en þetta var hans tíundi meistaratitill í sex löndum - og það á aðeins tólf tímabilum.

Meistaratitilar Zlatans:

2001-2: Ajax

2003-4: Ajax

2004-5: Juventus

2005-6: Juventus

2006-7: Inter

2007-8: Inter

2008-9: Inter

2009-10: Barcelona

2010-11: AC Milan

2012-13: PSG




Fleiri fréttir

Sjá meira


×