Fótbolti

Hrinti dómara og hættir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leonardo spilaði á sínum tíma með landsliði Brasilíu.
Leonardo spilaði á sínum tíma með landsliði Brasilíu. Nordicphotos/Getty
Brasilíumaðurinn Leonardo ætlar að hætta sem íþróttastjóri Paris Saint-Germain þegar félagaskiptaglugganum verður lokað mánaðarmótin ágúst-september.

Ákvörðun Leonardo kemur einni viku eftir að hann var settur í eins árs bann fyrir að hrinda dómara að loknum leik í frönsku deildinni í maí.

„Við hörmum ákvörðun Leonardo en þetta er hans ákvörðun," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Við þökkum honum kærlega fyrir hans mikilvæga framlag á þeirri leið að gera Parísarliðið að einu því stærsta í Evrópu. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×