Innlent

Ryan Gosling í árekstri á Sæbraut

Ryan er mikill draumaprins. Draumaprinsar lenda þó líka í aftanákeyrslum.
Ryan er mikill draumaprins. Draumaprinsar lenda þó líka í aftanákeyrslum.
Bandaríski leikarinn Ryan Gosling lenti í smávægilegum árekstri á Sæbraut í Reykjavík fyrr í dag.

Ung kona sem varð sjónarvottur að árekstrinum lýsir atvikinu á Facebook síðu sinni en af lýsingum hennar að dæma má ætla að hún hafi orðið fyrir tilfinningalegum árekstri við að sjá leikarann fræga í eigin persónu.

Óhappið varð á mörkum Sæbrautar og Kringlumýrabrautar. Ryan Gosling er staddur á landinu en hann er meðal annars að fylgjast með vinnu Valdísar Óskarsdóttur klippara við myndina How to Catch a Monster, en Gosling leikstýrir myndinni, sem er frumraun hans í leikstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×